Færslur: 2010 Október

01.10.2010 22:07

Vaskur. Algjör snillingur.

 Það urðu eftir 9 kindur í Geldingardalnum í fyrradag.

Stundum vægir sá sem vitið hefur meira og ég ákvað að  láta þær bíða því ég var fallinn á tíma í leitum dagsins og stutt í klettana fyrir þær.
 Það var farið í dag og nú var Vaskur hafður með en dömurnar skildar eftir heima.

Það var búið að stinga út staðsetninguna á rollunum og með slatta af heppni átti þetta að takast.

 Við vorum orðnir andstuttir og skrefstuttir þegar við vorum komnir í ásættanlega hæð og kíktum yfir síðusta leitið.



 Hér virtum við félagarnir aðstæðurnar fyrir okkur.


Vaskur staðsetur  kindurnar og vissi alveg nákvæmlega hvað hann ætti að reyna að gera, enda ekki á ferðinni í fyrsta sinn þarna.

 Og súmmuðum þetta fyrir ykkur hin en þarna voru 3 tvílembur dreifðar um dalinn. Sú neðsta (mjög óljós) var óþægilega nálægt gjáarbrúninni sem hún myndi umsvifalaust leita í þegar hún yrði vör við okkur.
Hernaðaráætlunin var sú að hann tæki góðan sveig fyrir ofan þær og kæmist hinu megin við þær og niðurfyrir þessa neðstu án þess að  rollurnar yrðu hans varar.



 Það var bara eitt hvísl,  "Hægri sækja " og sá gamli lagði í hann.(Sést óljóst yfir Déinu í Dalsmynni.) Ekki í spyrnu allt úthlaupið eins og fyrrum en furðu ferðdrjúgur.

Slattinn af heppninni var með í þetta sinn og hann kom þessum efri af stað  í leiðinni en náði þessari neðstu svo án þess að hún uggði að sér. Náði semsagt öllum frá Gjánni.


Síðan tók slagurinn við að koma hópnum saman niður klettabeltin niður á dalinn.


 Komnar niður eitt beltið og nú þarf að ná hópnum saman.


 Ekki málið.


 Beint á staðinn þar sem hjólið beið mín í hlíðinni. emoticon

Og erfiðasta leit vikunnar bíður mín á morgun.
Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 417982
Samtals gestir: 37949
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:41:07
clockhere