Færslur: 2010 Júní

02.06.2010 20:26

Þurrkar, tiltektir, rebbarúntar og krassandi kosningarblogg.

Já, það er allt að skrælna úr þurrki og styttist í að byggakranir fari að gulna á þurrustu mýrarökrunum.

 Þannig að ósk no. 1, 2 og 3 er að rigni hressilega á öskusvæðunum - og allavega smá hér.

Dagurinn í dag fór í tiltekt  en flest kvöld fara í rebbarúnta um svæðið. Verið er að skima eftir gelddýrunum og hvort grendýr sjáist á vappi á svæðin. Ef svo er  þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé nú af þekktu greni eða óþekktu.

Gelddýrunum hefur fækkað um 3 og nú á að kíkja á fyrsta grenið í kvöld. Ekki hægt að sofa þetta allt af sér í svona blíðu.

 Farið verður á greni sem hefur tvívegis verið flutt af þegar við mættum á svæðið.



 Svona leit það út síðastliðið vor og við feðgarnir urðum daprir fyrir okkar hönd,en þar sem ég er orðinn gamall og meyr gladdist ég pínu fyrir hönd rebbanna þó ég vissi að þeirra tími myndi koma áður en lyki.

 Staðalbúnaður grenjaskyttunnar í dag og hér er horft inn Sátudalinn úr Urðunum frá greninu hans Svenna á Hlíð.

Nú er þó ekki hellt uppá kaffi og teknar með sólarhrings matarbirgðir eins og í gamla daga þegar ég var einn og símalaus og kvaddi mína heittelskuðu með því að hún skyldi láta fara að leita að mér eftir tvær nætur eða svo.

 Og þeir sem eru að rukka mig um krassandi kosningablogg verða að bíða framyfir helgi.

Þá kemur kannski blogg sem fær blóðið til að renna í einhverjum.emoticon

01.06.2010 07:16

Breytingar á vefsíðu .

Hér á heimasíðunni hefur verið haldið úti vefsíðu með fundargerðum Eyja og Miklaholtshrepps.

Það er stefnt að verulegum breytingum á henni sjá hér. Sveitarfélagið mitt . Fréttir og fundarýni.
Flettingar í dag: 754
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414402
Samtals gestir: 37247
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:35:30
clockhere