Færslur: 2009 Desember

01.12.2009 23:37

Kúabloggið fyrir ræktunarnördana.

 Rétt eins og í víninu eru kvíguárgangarnir misjafnir.

 Stundum hefur júgursuga leynst í hópnum og er búin að rústa nokkrum júgrum eða eitthvað annað hefur farið úrskeiðis og allt er í klessu.

 Núna er óvanalega góður árgangur að bætast við í Dalsmynnisfjósinu og ekki veitir af að hressa uppá liðsandann.

 Það eru bornar 9 kvígur í haust og einungis sú síðasta reyndist vera með vott af júgurbólgu og var tekin á kúr. Hinar líta nokkuð vel út miðað við ja,- já ekki orð um það meira.

 Þrátt fyrir markvissa ræktun síðustu þúsund árin finnst mér alltaf nokkurt lotterí í gangi með júgur og mjaltalag ( minnist ekkert á allt hitt) sem skiptir hellingsmáli.



 Hér er Rúrý 101 undan Font 98027 og Rúnu 0027. Mesti mjaltahraði er 1.4 l/m. og meðalmjöltun 1 l/m. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það og hún er komin í 22 l/ dag.


   Hér er hún Brodda 112 sem er mesti sóðinn af þeim. F. Oddgeir og M. Branda 9295.
Mjaltahraðinn er mestur 2.6 l/m og meðalhr. 1.6 l/m. hún mjólkar 20.2 l/dag. Hún lekur sig aðeins.


Álfadís 108 er undan Jaxl og Huldu 0007. Mjaltahraðinn er max 2.6 og 1.8 að meðaltali.
Hún mjólkar 28.1 l.


Vanja 106 er nú ekki með gott júgur. F. Hræsingur. M. Vanda 9151. Mjaltahraðinn er max1.8 og meðalhraðinn 1.2 l/min. nythæð 25.5l.


Svartasól 105 er með afturvísandi spena. F.Hengill. M.0026 Sunna. Mjaltahraðinn max 1.4 og meðal 0.9 l/m. Hún mjólkar  20 l/dag og á eftir að bæta aðeins við sig..



 Lissý 102 er undan Stássa og  Línu 0016. Mjaltahraðinn er max  1.8 l/min meðalhr. 1.2. Nyt 21 l.


Tvípunktur 104 er undan Jaxl og Kvísl 251. Hún er nýborin með vott af júgurbólgu og engar hraðamælingar framkvæmdar en þetta lítur allt ágætlega út hjá henni.


 Linda 117 undan Hræsing og Hosu 161. Hosa er að skila yfir 40 L/dag  en dóttirin er í 24.4 með max mjaltahraða 2.2 l/min og meðalhr.1.1 l.



Fríður 111 undan Stíl og Smáfríði 29. Hún er að ná sér eftir heiftarlegan niðurgang og er komin í 19 l.Dag og mjaltahraðinn er max 2.4 l/min meðalhr 1.6 l.

 Þetta eru hin " stöðluðu"  íslensku júgur með slakan mjaltahraða en skapið í öllum þessum kvígum er ágætt eða alla vega ásættanlegt sem er nokkur nýlunda hér með svona hóp.

 Og sem betur fer, eru íslenskir skattborgarar enn tilbúnir að bæta mér upp afkastaleysi þessara dásamlegu landnámskúa í framleiðslunni,  hversu lengi sem það stendur.emoticon

 

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418134
Samtals gestir: 37981
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:26:22
clockhere