Færslur: 2009 Febrúar

01.02.2009 11:10

Fjárhundanámskeiðið.


  Já, það var ákveðið að drífa af námskeiðið sem er búið að vera í kortunum síðan í sumar.

  
    Þessi hópur gæti vel verið kominn með nothæfa fjárhunda áður en lýkur, og sumir með mjög vel nothæfa.   Þóra Sif fær svo þakkir fyrir að hressa uppá myndasafnið hjá mér.



  Reyndar var vitað að hluti hvolpanna yrði trúlega ekki tilbúinn í kindavinnuna , en ég verð sífellt grjótharðari á því að grunnvinnan sé búin áður en að kindunum kemur og vildi því fara yfir þetta.

  Það kom líka á daginn að 6 og 7 mán. hvolparnir máttu bíða eitthvað og það mátti síðan alveg bæta í með forvinnuna, svo það var bara farið yfir það.



  Hluti þátttakenda fylgist áhugasamur með einhverjum darraðadansi í höllinni.



  Sumir voru langt að komnir og Smali frá Dalsmynni  kom alla leið frá Hólmavík.
Hann vildu nú bara leika sér með rollukjötið.
  Vaskur, aðstoðarleiðbeinandi fylgist athugull með.





  Týra frá Dalsmynni var nú orðin til í slaginn en það þyrfti kannski aðeins að bæta í  forvinnuna..


 

Þegar gafst stund milli stríða var spjallað, og hér ber húnvetnskar leitir og hundar á góma.



  Formaður Smalahundadeildar Snæfellinga kíkti við til að ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Hún og Bóla tóku eitt rennsli og þó ég héldi því fram, að það mætti gera alvöruhund úr Bólu , keypti hún það ekki.

 Enda hefur hún verið á námskeiði hjá mér.




                                   Snilld í fyrstu keppninni sinni í haust, rúmlega ársgömul.

     Til að sýna þeim hvernig hvolparnir þeirra gætu verið orðnir í haust sýndi ég síðan taktana hjá Snilld en hún er búin að vera í námsfríi síðan í haust.

    Ég var líka að sýna þeim hvernig flautan virkaði.

 Aðstaðan í reiðhöllinni  getur svo bara alls ekki verið betri, fyrir svona námskeið.

 Svo er bara að vita hvort menn klára heimavinnuna sína.emoticon

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403235
Samtals gestir: 36640
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:20:03
clockhere