Færslur: 2008 Júlí

22.07.2008 23:35

Glöggt er gests augað.



              Trúlega fyrsti hundurinn í heimi  sem mætti á tímabili í vinnuna með talstöð og vann eftir skipunum í gegnum hana.


 
  Erlendu gestirnir mínir í kvöld urðu nokkuð hugsi á svipinn þegar ég sagði þeim frá því að í sept. væru öll fjöll og hálendi Íslands smöluð til að ná til byggða fé , sem gengi þar sjálfala allt sumarið. Sumir spurðu hvort ekki týndist mikið yfir sumarið, en bestur var sá sem spurði hvort þetta borgaði sig???? . Ég get róað fjárbændurnar með því, að ég svaraði ekki þeirri spurningu.
  Og þeir höfðu mikinn áhuga á að vita hvað væri gert við öll hrossin sem þeir hefðu séð á tíu daga ferðalagi um landið( fengu reyndar hrossabuff í kvöldmatinn)??
  

   Það stendur að sjálfsögðu ekki á svörunum við spurningaflóðinu og jafngott að enginn innfæddur er viðstaddur.
 


21.07.2008 23:09

Jafnt á réttláta og????

     
                                              Beðið mjöltunar.                  

 Já það rigndi eldi og brennisteini yfir okkur líka sem var hið besta mál.

Áburðurinn rétt komst á rýgresið og nýræktina áður en flóðgáttir himinsins opnuðust .  Kýrnar voru svo settar inn eftir hádegið enda orðnar veðurvandar  eftir sumarið. Atli var síðan í skurðgreftri  en ég dúllaði við að koma heim mínum hluta  hrossaheysins  og náði að ljúka því fyrir mjaltir.  
  Ferðahrossin frá því um helgina voru síðan hýst í nótt  því þó ekki sé kalt í veðri báru þau sig ekki vel í úrhellinu.  
 
  Og hvolparnir mínir níu blása út, enda farnir að hakka í sig mat með móðurmjólkinni. Nú þarf að hressa upp á kynningarsíðuna fyrir þessa óseldu og verðleggja gripina í vikunni.

Já vikan fer svo annars að mestu leiti í það að hlakka til bændareiðarinnar
 á laugardaginn..                

 

 

20.07.2008 21:28

Tveir dagar í hnakknum!

    


  Já það var lagt á og riðið vestur að Langaholti í Staðarsveit.
Hestamannafélagið Snæfellingur hefur í samvinnu við Stakkhamarsbændur komið upp
áningargerði í Stakkhamarsnesi af miklum myndarskap.
Og fjallahringurinn er ekkert slor. Ljósufjöll í norður og.



 Snæfellsjökull í vestri. Og hérna bíður fjaran okkar rennislétt og hörð nær óslitið næsta klukkutímann. Já og takið eftir skýjafarinu. Svona er þetta alltaf hér á Nesinu.

 Við hestamiðstöðvarfólk, mínus Einar, fjögur st. + 16 hross, slógumst í för með ferðahóp sem samanstóð af fólki víðsvegar af landinu.Bolungavík til Dalvíkur Einn  alvörubóndi var með eins og í öllum alvöru hestaferðum. Hilmar í Kolbeinsvík á Ströndum.

 í

   Ég get alveg fullvissað ykkur um að þetta var ekki svo leiðinlegt,.



       Það var talsvert færra á heimleiðinn og annað skýjafar.    Þessi gráa er svo til sölu.



 Og þessi eru annaðhvort á undan eða eftir.

   Til að hafa fjöru þessa leið, Staðará -Núpá (um 30 km.) þarf að gæta tímans vel .
Við töfðumst aðeins á bakaleiðinni og fjaran var ansi tæp í restina. Ástandið varð þó ekki eins slæmt og hjá hópnum sem fór frá Skógarnesi í Laugargerði( Hótel Eldborg) á föstudeginum og var með Bakkus fyrir gæd. Ekki orð um það meira(í bili).

 Í myndaalbúmi eru svo textaðar myndir fyrir áhugasama.


Flettingar í dag: 227
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418074
Samtals gestir: 37966
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:49:16
clockhere