07.08.2018 12:10

Bonnie til sölu.

SELD. 

Bonnie er þriggja ára,  talsvert eða mikið tamin.

Hún er mjaðmamynduð og DNA CEA testuð(leit að augnsjúkdómum.) Hvorutveggja kom mjög vel út 

 Hér er myndband frá sumrinu 2017. 
Hefur bætt talsvert í reynslubankann síðan.  HÉR

M. Korka frá Miðhrauni.

Myndband sem sýnir hvernig systkinin,  Korka og Smali leysa málin þegar flautan gleymist heima. Smella  HÉR

Faðir Dreki frá Húsatóftum. 
Myndband af flaututíma.  HÉR

Bonnie var notuð í haustsmalinu s.l. haust í forföllum Korku móður sinnar sem var í hvolpseignarfríi.

   Hún er þó ekki fullslípuð í vinnu en komin með fjölmargt í reynslubankann. 

Þaulvön að sitja aftan á fjórhjóli og fylgja hesti o.sv.frv.

  Henni var haldið eftir á sínum tíma, fyrst og fremst til notkunar í ræktun.

Ástæða sölunnar er sú að hún hefur verið pöruð tvisvar en ekki haldið.

   Það er semsagt verið að selja vinnuhund en ekki ræktunardýr.

 Hún er vandamálalaus í allri umgengni, nema það eru dæmi um ágengni og kúgunartilburði við aðra hunda á heimilinu. 
  Bonnie er mjög áhugasöm og  ákveðin í vinnunni, yfirveguð og örugg í úthlaupi og þægileg í notkun. 
  
   Það er leitað að heimili þar sem nóg verður að gera, atlætið og aðbúnaðurinn  góður og hægt yrði að semja um að fá hana í eitt got ef, eða þegar frjósemin hrykki í lag.

 Verðið er aðeins 480.000 kr + vsk. 

Upplýsingar í einkaskilaboðum á fésbók eða í s. 6948020.

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 200
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3133197
Samtals gestir: 449679
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 15:56:09
clockhere