20.02.2018 20:01

Fósturtalningin og ræktunarmarkmiðin.

    Eins og í fjárhundaræktuninni eru markmiðin skýr í sauðfjárrækt og þar er frjósemin alls ekki undanskilin.

 Í fjárhundadæminu er ég að vísu allsráðandi en talsvert vantar uppá það í sauðfénu sem betur fer  emoticon

En takmarkið í frjóseminni er semsagt að gemsarnir séu allir með einu en restin með tveimur. 

  Ekkert einlembu eða fleirlembukjaftæði í þeim markmiðum.  

   Það er hinsvegar einhvernveginn þannig með þessi ræktunarmarkmið að þar liggja vegir til allra átta og vandratað á þann rétta .emoticon


 
Bubbi kom semsagt að telja á dögunum. Það gekk  fljótt og vel og niðurstaðan var þessi.


  
Oft verið verri  og heildarmarkmiðið hjá þessu fullorðna nærri lagi en allt í klessu hjá gemlingiunum. Þessi prímadonna fór í jólafrí til vina minna á Austurbakkanum til að auka líkurnar á einhverju skrautlegu. 
 Þrjú þar, svo ávöxtunin er góð  á lausafénu þeim megin .

 Og svei mér þá ef maður komst ekki aðeins í sauðburðarfíling þegar ég fletti framhjá þessari mynd í albúminu. En lægðin  sem nálgast okkur á ofurhraða þessa stundina
 mun örugglega koma mér niður á jörðina hvað það varðar í fyrramáli. emoticon
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166145
Samtals gestir: 452475
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:57:37
clockhere