18.01.2018 21:50

Bonnie ræktunartík.


  Bonnie verður 3 ára í maí. 

Undan Korku frá Miðhrauni og Dreka frá Húsatóftum.

   Ég ákvað í upphafi tamningar að hún yrði ekki seld í bili. 

Yrði tekin í ræktun.

Hún er ISDS skráð, með góða útkomu úr DNA CEA testi og mjaðmamyndun.

   Hún varð svo útundan í tamningarharkinu og vantar dálítið á að hún sé fulltamin.  Þetta er skemmtileg tík í umgengni, dálítið sjálfstæð en mikill karakter og vandamálalaus . Aðeins svona kaldlynd og er ekki að sækjast eftir óþarfa knúsi.

   Helsti gallinn er að hún er yfirgangsöm við þá hunda sem minna mega sín og veldur því að ég skipti hópnum í lausagöngunni .

   Í vinnunni er hún ákveðin, með góða meðfædda vinnufjarlægð  o. fl. ,-  vandamálalaus í tamningunni. 

  Yfirveguð og öryggið uppmálað. Ekkert stress.

  Ein af þessum týpum sem ég segi að sé með útgeislun  sem virkar.  

  Gallinn við hana er að yfirvegunin  er fullmikil sérstaklega þegar eitthvað er í gangi sem hún heldur að eigi að vanda sig við. 
  Ég  er búinn að vinna hana útúr þessu að mestu. Á síðan eftir að víkka hana aðeins í úthlaupi en það verður lítið mál. 

  Þegar ég valdi Sweep í ræktunina hjá mér, horfði ég m.a. á það að ég þyrfti aðeins að fara til baka með yfirvegunina og hafði Bonnie sérstaklega í huga . 

    Nú sýnist mér að þó Sweep sé með eindæmum viðbragðssnöggur og hraður í vinnu, gefur  hann  afkvæmi sem eru frekar eða mjög yfirveguð. 

 Spurning hvað ég geri í því emoticon

Stefni samt að því að para þau saman á árinu.

Slóð á myndbrot af Bonnie í æfingu. SMELLA HÉR
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166145
Samtals gestir: 452475
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:57:37
clockhere