13.08.2017 22:02

Að vinna þröngt , vítt eða mjög vítt.

 Fyrir um 4 árum síðan vorum við Smali á námskeiði hjá  erlendum þjálfara. 

Smali sem vinnur mjög vítt að eðlisfari fór a kostum  og þeim erlenda leist mjög vel á hann. 

   Ég hinsvegar hélt því fram að þessi mikla vinnufjarlægð hentaði illa í fjallvinnunni, margfaldaði vinnuna/ hlaupin á hundinum og hafði allt á hornum mér. 

  Að sjálfsögðu er orðið langt síðan ég sá að við höfðum báðir rétt fyrir okkur.emoticon 

  Ég legg mikið uppúr því að vinnufjarlægðin sé hæfileg og finnst að sjálfsögðu langbest að þessi hæfileiki sé tilbúinn í hausnum á viðkomandi í upphafi tamningar. 

  Stundum er hægt að ná þessu fram í tamningu ef orginalið vantar  en of oft tekst " mér " allavega ekki að rétta þetta af , jafnvel ekki á löngum tíma.

   Og hundur sem vinnur of nálægt skapar iðuleg margvísleg vandræði í smalamennskum og heimavinnu. 

  Reyndar finnst mér miklu auðveldara að þrengja  hund, fá hann til að vinna nær þegar við á, heldur en fá hann til að vinna  fjær. 

  Á myndbandinu hér fyrir neðan sjáið þið vel hvað ég á við með muninum á hæfilegri vinnufjarlægð og óþarflega mikilli. 

 Held svo ég þurfi ekki að sýna neinum hvað gerist við of þrönga vinnu, þ.e. þegar hundurinn sækir í að vinna alveg ofaní kindunum..

 Á myndbandinu sjáið þið systkinin Korku og Smala vera send út saman  með skipuninni " vinstri sækja " .

   Smali fer mjög vítt hverfur útúr myndinni og kemur síðan inn eftir að 
Korka er búin að ná fullum tökum á aðstæðum.

    Hún fer hinsvegar beint á eftir kindunum þar til hún sér framá að komast fyrir þær. 

Þá víkkar hún sig. 

    Og þar sem hundar hugsa ekki  er  hún með eitthvað milli eyrnanna sem fær hana til að bregðast  hárrétt við þeim aðstæðum sem þarna verða.

  Og það er sláandi að sjá kindurnar stoppa um leið og þeir skynja hana fyrir ofan sig. Ef hún hefði haldið beint áfram og þrengt sig framúr þeim hefði þetta allt farið öðruvísi.  

   Það er rétt að taka fram að ég á til skipun á Smala sem fær hann til að þrengja sig, þó hún væri ekki notuð þarna.

   Líka rétt að taka fram að ég hef ekkert skipt mér af vinnufjarlægðinni hjá þessum systkinum.

    Seinna í myndbandinu sést síðan hvernig systkynin vinna saman, en samvinnan hefur þróast hjá þeim án afskipta frá mér, svona að mestu leyti. 

Smella  Hér.  til að fá slóðina.
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166145
Samtals gestir: 452475
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:57:37
clockhere