22.04.2017 20:40

Heimsmálin og hundaræktin .

 Við kunninginn vorum búnir að leysa hluta af heimsmálunum, ræða ríkisstjórnina, landbúnaðarpakkann og útvarp Sögu. - og byrjaðir á 3. kaffibollanum þegar ég fann á mér að nú kæmi það emoticon . 

  Já ,- og " þið " eruð bara að eyðileggja fjárhundaræktunina í landinu sagði hann íbygginn. 

  Þó kaffið hefði ekki róandi áhrif á mig ákvað ég samt að fara grunnt í gegnum það sem í vændum væri, kunninginn ekkert í hundarækt en áhugasamur um hunda og hafði átt góða hunda gegnum tíðina. 

  Nú sagði ég, hverjir og hvernig þá ?

  Nú"þið " eruð að flytja inn einhverja helv. keppnishunda sem eru einskis nýtir í smalinu. 

  Ummmm sagði ég og ákvað að fara ekkert út í þessa " þið " nánar,  - hvaða bull er þetta. Er ekki fínt að geta skutlast í keppni með hundinn sinn á milli þess sem verið er að hreinsa fjöllin. 

  Jaa það er nú málið sagði kunninginn, mér er sagt að þessir innfluttu keppnishundar geti ekkert nema smalað einhverja túnbleðla , nú eða girðingarhólf. 

  Séu ræktaðir til þess að smala tömdum kindum eftir keppnisbrautum.

    Það sem útaf þeim komi geti svo ekkert í alvöru smali með alvöru rollum. 

   Ég leit íhugandi á kunningjann og sá fyrir mér tilgangsleysi þess að rökræða ræktunamál fjárhunda við þann sem ekki væri í ræktuninni. 

   Sagði því hinn rólegasti ( sem hann reyndar vissi ) að ég hefði  síðustu,  jaa 10 - 20 árin verið á fullu í smalahundum , ræktun, smali og keppnum. 

  Mín reynsla væri undantekningarlaust sú að bestu vinnuhundarnir stæðu sig best í keppnisbrautinni. 


 Korka er gott dæmi um yfirburða  vinnuhund.  Hefði trúlega/ örugglega orðið yfirburðar í braut hefði hún verið tamin almennilega til þess.emoticon

  Eftir þetta útspil  sló smá þögn á kunningjann. 

  Ég skynjað það að nú var leitað að útgönguleið, enda hafði hann lent í einni virkilega erfiðri leit með mér og mætt til  að horfa á a.m.k. eina keppni. 

Vissi að ég laug engu um þetta. 

  Hann yppti svo öxlum og sagði án mikils sannfæringakrafts.
  
 Ekkert að marka þig. Þú ert náttúrulega algjörlega afbrigðilegur í þessu emoticon . 

   Ég greip þessa útgönguleið  á lofti og fór að tala um hverju vinur okkar hefði verið að spá um vorið og sumarið emoticon . 

  Hvarflaði ekki að mér að segja honum að fyrir nokkrum árum hefði ég verið að velta fyrir mér ræktunarvirði innfluttra taminna hunda.

  Niðurstaðan af því var sú að hundur sem hefði verið taminn  af snjöllum þjálfara, fyrst og fremst til að keppa með ( tamdar ) kindur í braut og stæði sig vel þar, byggi nokkuð örugglega yfir ákveðnum hæfileikum. 

  Hæfileikum sem mér þætti eftirsóknarverðir í ræktun.  

  Þetta segði mér hinsvegar lítið um það hvernig hann myndi duga í erfiðri leit.
  Væri hann með genið sem gæfi 100 % öryggi í að taka allt með, sem hann sæi í löngu úthlaupi. 

  Genið sem gerði hann öruggan í að höndla erfiðu kindurnar. 

  Genið sem gæddi hann náttúrulega örygginu, vinnulaginu , yfirveguninni og útgeisluninni sem virkaði svo vel í fjallinu hjá mér. 

  Nei , - niðurstaðan hjá mér var sú að ekkert af þessi þyrfti kannski  að vera í hausnum á  hundi sem brillerar í örygginu með þjálu kindurnar í brautinni. -    Eftir margra, já margra mánaða kennslu hjá snjöllum þjálfara. 

  Ég hef nú samt ekki nokkrar einustu áhyggjur af stöðunni í fjárhundaræktuninni hvorki hérlendis né erlendis emoticon .  

 Meðan þörf er á öflugum fjárhundum verða þeir ræktaðir. Þeir sem þurfa á þeim að halda finna þá, eða rækta sjálfir. 

 Hvort sem það verður gert með innfluttum keppnishundum eða án þeirra emoticon  
 
Þeir kröfuminni verða að sjálfsögðu áfram  hæstánægðir með sitt. emoticon .

 Keppnis eða ekki keppnis.emoticon
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166145
Samtals gestir: 452475
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:57:37
clockhere