09.04.2017 20:53

Fínn fyrsti hundur, - eða þannig. .

 Hann var mættur á námskeið hjá mér fyrir nokkrum árum. 

 Ja eða kannski þó nokkuð mörgum árum. emoticon  

   Ungur piltur með fyrsta hundinn sinn, fullur áhuga að koma sér upp góðum fjárhundi. 
Eftir fyrsta tímann spurði hann mig hvernig mér litist á hundinn. 
 
 Það voru alveg punktar í hundinum og ég gerði dálítið úr því sem mér leist á. 

 Minntist ekkert á hitt. 

  Þetta var tveggja daga námskeið og við fórum fjórum sinnum í kindur.
  
Hundurinn var tæpur með áhugann en fór ágætlega  að fénu.

  Alveg kjarklaus en þetta gekk fínt með tömdu kindunum  og allir ánægðir um það er lauk. 

   Eftir námskeiðið þegar ég var að koma hundi og dóti í bílinn átti pilturinn leið hjá og við tókum lokaspjallið. 

 Ég gaf lítið út á það þegar hann vildi fá mig til að hæla hundinum sínum en hvatti hann til að vinna vel í hundinum og fá eins mikið útúr honum og hann gæti.  

  Það kæmi svo kannski að því að hann myndi langa í öflugri hund með þessum. 
 Þá skyldi hann vanda sig eins og hægt væri , fyrst við valið og síðan tamninguna.
  Ef það gengi vel skyldi hann svo æfa þá saman í vinnu og þá myndi þetta verða verulega skemmtilegt.  

 Það var síðan nokkurnveginn ári seinna sem pilturinn hringdi í mig.

  Hann minntist ekkert á hundinn sinn en sagðist vera að spá í hvolp. Væri að skoða tvö got og langaði að vita hvort ég þekkti eitthvað til þeirra. 
( Svo langt síðan að ég lét enn hafa mig í að gefa álit á gotum emoticon)  
  Það hittist svo á að ég taldi mig þekkja til beggja gotanna og þurfti ekki að hugsa mig um, sagði honum bara hvað ég myndi gera ef ég væri að leita að hvolpi.

 Ekkert heyrt í honum síðan. 

  Veit bara að  hann er með gott fjárbú , - og til þess tekið að hann sé alltaf með afbragðs fjárhunda.   

  Fyrir þá sem hafa lesið alla leið hingað en eiga eftir að koma sér upp góðum fjárhundi þá er þetta leiðin. emoticon  

  Hafa áhuga á málinu og vinna að því í alvöru emoticon.
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166145
Samtals gestir: 452475
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:57:37
clockhere