29.01.2017 20:05

Tamningaaðstaðan ??

  Breytileiki unghunda í upphafi tamningar á sér lítil takmörk. 

Engir tveir eins.

  Spanna bilið frá því að ráðast á hópinn og sprengja allt í loft upp og í að   hringfara kindurnar í góðri vinnufjarlægð og leggjast svo þegar hópurinn er milli þeirra og smalans. 

  Sumir sjá að vísu ekki kindurnar en það er önnur saga. 

  Það þýðingamesta í upphafi finnst mér að hafa í vinnu þjálar / tamdar kindur, tvær til þrjár duga þessvegna fyrstu tímana. 

  Það flýtir alveg ótrúlega fyrir og auðveldar allt.

   Ef nemandinn er kjarkaður og ákveðinn minnkar þörfin fyrir tamdar kindur  en mér finnst samt alltaf gott að sleppa við átök milli hvolps og kinda til að byrja með. 

  No. 2 er síðan gerði eða hólf sem heldur utanum það sem verið er að gera ef eitthvað kemur uppá . 
 Þá er verulegur kostur ef aðstaðan er hringlaga eða hornin tekin af með einhverjum hætti. 
 

   Rúmgott gerði með rúnnuðum hornum nýtist vel fyrstu vikuna .

  Aðstaða í líkingu við þetta er því þýðingameiri sem vandamálin eru fleiri í upphafi. 

   Um leið og komin er festa í tamninguna, unghundurinn  hringfer hópinn og heldur honum að smalanum, finnst mér alltaf best að komast út með framhaldið. 

  Helst þar sem er nóg rými, engar girðingar, skurðir eða hús að trufla vinnuna.  Þar er ágætt að koma upp litlu hólfi sem nýtist þegar tekin er kaffipása eða til að kenna að reka inn í á síðari stigum.


  Fjölnota grindur sem nýtast í allskonar fjárragi, á sauðburði, að koma fé á kerru  o.sv.frv.

  Tamningin snýst um það að kenna hvolpinum að bregðast við skipunum . 
  Í flestum tilvikum þarf svo að kenna honum ýmis  vinnubrögð. 
 Ýmist hvernig hann á að gera hlutina  eða hvað hann á alls ekki að gera.

Því betri sem aðstaðan er verður þetta fljótlegra og auðveldara.

 Þar sem ég er orðinn gamall og enn latari en áður, hef ég reynt að bæta inn í aðstöðuna hjá mér einhverju sem flýtir ferlinu  svo tamningin geti liðið áfram sem fyrirhafnaminnst og hljóðlegast. 
( Leti er stórlega vanmetin til margskonar hagræðingar ) emoticon


  
 Þessi litli hringur var upphaflega til þess að setja kindur inn í og láta hundinn vinna fyrir utan. 
 
Ég setti nú ekki kindur nema einu sinni þarna inn. 

   Hinsvegar nota ég hringinn mikið í einstökum tilvikum. T.d. ef mér gengur illa að fá hvolpinn til að fara framfyrir, af stað hringinn í hliðarskipunum, eða skæruliðaáráttan er í miklum hæðum. 


      Eina skiptið sem kindur voru settar í hringinn.

  Inniaðstaðan er ekki mjög rúmgóð og þar finnst mér skipta verulegu máli að hafa hringinn til að vinna í kringum.


 En þegar stórbokki eins og þessi snilli var taminn, var samt eins gott að hafa hátt til lofts og vítt til veggja.emoticon

  

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166145
Samtals gestir: 452475
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:57:37
clockhere