02.01.2017 20:02

Tamningar og troðnar slóðir.

Fyrir u.þ.b. 2 árum ákvað ég að feta mig eftir nýrri slóð í hundatamningunum. 

Annarsvegar að ala upp hvolpa til tamningar og sölu. 

Hinsvegar að selja hvolpa með 1 mán. tamningu . 

  Niðurstaðan úr þessari tilraun var í stuttu máli sú að svo þetta gengi þyrfti að takast vel til með ræktunina.   

Hvolparnir þyrftu að vera góðir í hausnum en meðfærilegir.  
  
  Siðan staðfestist það sem ég vissi nú reyndar fyrir, að það væri algjört grundvallaratriði að hverri sölu / tamningu fylgdi  rækileg eftirfylgni á tamningunni. 
   Setja kaupandann nákvæmlega inn í hvernig ætti að vinna framhaldið.

  Nú hef ég ákveðið að halda þessu áfram. 

  Annarsvegar  að ala upp og temja til sölu og óþarfi að hafa fleiri orð um það. 

 Hinsvegar að vera með nokkurskonar  pakkalausn í hvolpasölunni emoticon .

1. Afhenda hvolpa til nýrra eigenda 8 - 10 vikna.

2. Leiðbeina með uppeldið og taka þá síðan í mánaðartamningu 8 - 10 mán. Tamningunni yrði fylgt eftir með myndbandi sem sýndi stöðuna og hvað væri verið að gera í lok tamningarinnar. 
   Þegar eig. væri síðan kominn af stað með að vinna í hundinum,kæmi hann á dagsnámskeið eða ígildi þess. Síðan væri boðið uppá reglulegar heimsóknir  eftir því hvað ætti að ganga langt í tamningunni. 

 3. Ársábyrgð . Kaupandinn mætti skila hundinum  og fá kaupverðið endurgreitt til eins árs aldurs.

 Liður 2 á við þá sem eru byrjendur í tamningunum eða vilja stytta sér leiðina að markinu.

  Já nú eru um 2 vikur í næsta got og ef vel gengur gæti komið til þess að ég færi að leita að 2 -3 áhugasömum sem væru til í að reyna að leggja í svona óvissuferðalag emoticon.
  En þeir yrðu að klára málið til enda, ef vel gengi emoticon .
Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166311
Samtals gestir: 452477
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 05:27:45
clockhere