18.10.2016 08:25

Að vera góður í hausnum.

 
 Ég hef þá ófrávíkjanlegu skoðun að það sem er milli eyrnanna á hundunum mínum sé það sem skiptir langmestu máli. 

 Ef hausinn á þeim er ekki í lagi þá henta þeir mér ekki í það sem ég ætla þeim.

Í vetur var ég í sambandi við erlendan kollega , hafði skoðað myndbönd af hundi sem hann átti og ég hafði áhuga á.     
 Síðan sent honum nokkrar spurningar um  hitt og þetta sem ekki var hægt að meta á myndböndum.

 Svarið var stutt og laggott.

 Hann er góður í hausnum, - mjög góður. Og það eru engin vandamál í samskiptum og umgengni. .

 Ég spurði einskis frekar. emoticon

  Ég var að setja saman stutt myndband í gær og velti því fyrir mér í leiðinni að þarna  væru í akssjón nokkur grundvallaratriði sem mér finnst svo mikils virði.

   Þarna sést Korka í um 600 - 800m. úthlaupi fyrir tvær tvílembur. 

Aðstæður voru þannig að hún staðsetti kindurnar en síðan sá hún ekkert til þeirra fyrr en rétt í lokin. Þá höfðu þær hækkað sig í hlíðinni og um leið og hún áttar sig á því er tekin 90 gr. beygja upp til að halda áætlaðri fjarlægð. 

  Tvílemburnar voru sitt úr hvorri áttinni, önnur frá Dalsmynni, hin sunnan af Mýrum.  Ekkert sem hélt þeim saman. 
  Vinnulagið sem hún sýnir bæði í úthlaupi og því að halda þeim saman er meðfætt þó það hafi slípast til og þjálfast upp í tímans rás.  

  Þarna sést líka hvað flestar skipananna frá mér eru í raun óþarfar því Korka er alveg með þetta allt í eðlinu. 

  Á síðustu sekúndunum sjást vel viðbrögðin þegar önnur kindin ræðst á Korku.

  Köld,ákveðin og yfirveguð og kindinni sleppt um leið og hún gefur eftir. 

Allt meðfætt og ómetanlegur eiginleiki ;) 

Á þessu andartaki heyrist vel þegar ég gef ósjálfrátt skipun um að " taka í "og
 " sleppa ". 
 Algjörlega óþarfar skipanir enda komu báðar of seint.

  En þetta eru ósjálfráð viðbrögð smalans, brennd í hausinn á honum eftir áralanga vinnu við hundatamningar. emoticon

  Ég hef svo aldrei átt hund sem mér hefur þótt nógu ákveðinn en Korka er býsna nærri því. 

  


                            Komnar í höfn .

 Þið sem eruð í hundahugleiðingum ættuð að pæla í þessu myndbandi.

Vinnulaginu , vinnufjarlægðinni og þessari ákveðnu en stresslausu framgöngu. 

 Sem betur fer er talsvert til í BC flórunni hérlendis sem hefur svona gen í hausnum.

Svo er náttúrulega  ekki verra að hausinn á okkur, þessum tvífættu sé ekki til vandræða .emoticon

 Já , og myndbrotið er.  HÉR
 

 
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166145
Samtals gestir: 452475
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:57:37
clockhere