06.10.2016 16:11

Sjálfbær hundabúskapur ,- eða þannig.


Nú sér fyrir endann á sumarbloggfríinu mínu og eina spurningin í stöðunni er hvenær vetrarfríið hefst emoticon .

 Það eru búin að vera mikil umsvif í hundamálunum hjá mér, smá tamið fyrir aðra  og gotið undan Korku og Dreka tamið og selt .

 Nema Bonnie sem verður væntanlega tekin í ræktun. Hún hefur mætt afgangi í tamningunni en það stendur til að bæta úr því næsta ár.
 Hún er ársgömul síðan í maí , skreið í gegnum ISDS prófið í haust en það býður upp á ýmsa möguleika í ræktuninni. 

 Þannig að nú eru hún, Korka og Sweep öll skráð í ISDS . Svona lítur svo hundaeignin út í dag. vinnuhundarnir Smali og Korka, sem er náttúrulega ræktunardýr  í aukavinnunni. Drift frá Haukholtum sem er að verða klár í tamningu og talsverðar vonir eru bundnar við og Bonnie .
 Svo er það hann ( Anglesey ) Sweep frá Írlandi sem ég flutti til landsins í sumar. Hann er fulltaminn á franska vísu en er fyrst og fremst keyptur í ræktunina hjá mér en ekki vegna þess að mig vanti smalahund. 
 Svo er það stóra spurningin hvort hann skilar því sem ég er að leita eftir emoticon
 Ég hef sagt að það skipti engu máli hversu mikið ræktunardýrin okkar eru töluð upp , - eða niður . 
Það eru afkomendurnir sem munu stimpla þau út eða inn í ræktunarsögunni. 

Svo Sweep á eftir að sanna sig á annanhvorn veginn. emoticon

Og í ljósi þess að þetta hundadæmi hjá mér er orðið ágætlega sjálfbært getur maður getur leyft sér smá ævintýramennsku í ellinni. emoticon

 Slóð á Sweep í léttri æfingu.  Hér
Flettingar í dag: 592
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1422
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 3118196
Samtals gestir: 447641
Tölur uppfærðar: 16.11.2018 23:15:04
clockhere