27.08.2010 19:29

Glænýr hundur í sveitina.


Það er ekki óalgengt að þéttbýlisbúinn verður sér úti um hvolp  til sálubótar og skemmtunar.

 Þetta gengur oft býsna vel til að byrja með en því miður verður hvolpurinn á endanum stór.

Og þá byrja stundum vandræði.

Einhverra hluta vegna verð ég svo var við ótrúlegan fjölda slíkra vandræða.

 Þeir eru orðnir býsna margir hundarnir sem ég hef tekið og reynt að gera eitthvað úr með misjöfnum árangri.

Nú er ég hættur því nema í algjörum undantekningartilfellum.



 Þetta er hann Tinni frá Staðarhúsum og hann er nýjasta dæmið um slíka undantekningu.

 Ég hélt nú að hann væri gjörsamlega heyrnalaus í upphafi en trúlega hefur hann ekki skilið sveitamálið.

 Allavega er hann kominn með ágæta heyrn og er trúlega bara hlýðinn að upplagi.



 Hann er orðinn mjög áhugasamur um kindurnar og hér er hann í einum af fyrstu æfingunum, mjög yfirvegaður og áhugaverður nemandi.



 Hann er með góða fjarlægð og þó hann sé enn dálitið heftur í skilningnum lítur þetta allt vel út.



 Þetta er nú í plati því ég er ekki farinn að kenna honum að reka enn.



 En það er alltaf eitthvað, því þegar hann kom stakk hann aðeins við á öðrum framfæti.

Þetta er svo heldur að ágerast og nú er kennslu hætt í bili þar til búið verður að greina hvað er að.

 Þetta hundablogg er svo bara til að koma ykkur í hundastuð, því ekki er ólíklegt að næsta blogg verði um æsispennandi fjárhundakeppni sem verður við Blönduós um helgina.emoticon
Hér fyrir neðan sjáið þið hvað er glímt við þar.

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 278
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 413415
Samtals gestir: 37121
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 06:34:08
clockhere