21.12.2018 21:35

Mikilvæg skipun eða ??

    Það hefur talsvert vatn runnið til sjávar síðan helstu hundaskipanirnar hjá mér voru " urrdan eða bíttann ". 

    Nú er auðvelt að rökstyðja það að ýmsar skipanir séu þýðingarmeiri en aðrar.  Í reynd er það þannig þegar menn hafa kynnst góðum tömdum hundum  er erfitt að segja að þessi eða hin skipunin sé minna virði en önnur. 

   Ein af þeim skipunum sem ég nota ótrúlega oft er " aftur " skipun. Þ.e. hundurinn er látinn snúa frá kindum sem hann er að vinna við og finna kindur sem ýmist hafa orðið eftir í hita leiksins eða verið utan sjónsviðs hundsins í upphafi. 

  Þegar kominn er á ríkur skilningur milli smala og hunds er ótrúlega auðvelt að vísa hundi í rétta átt .  

  Þá skiptir litlu þó langt sé í kindurnar og hundurinn muni ekki sjá þær fyrr en eftir talsvert úthlaup.

  Hér er örstutt myndbrot sem sýnir þessa skipun  í vinnu. 

   Það sýnir jafnframt hvernig tveir tamdir hundar hafa lært af sjálfum sér að vinna saman að ýmsum verkefnum. 


 Það er svo sáraeinfalt að kenna þessa skipun og lítill tími sem fer í það.
Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 3166311
Samtals gestir: 452477
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 05:27:45
clockhere