02.04.2018 21:28

Endirinn skyldi í upphafi skoða .

  Nú er ég kominn með fyrstu hvolpana undan Sweep og Korku í tamningu. 

Þeir eru að verða 8 mán. 



    Í tilefni þess fór ég að grúska í gömlum myndböndum en það er til ótrúlegt magn af þeim, mislélegum að gæðum.

               Ég hafði virkilega gaman af að grafa upp þetta 5 ára gamla band af Korku tæplega tveggja ára.


 
  Rifjaðist upp fyrir mér hvað hún var auðtamin. Allt vinnulag meðfætt. Þetta vinnulag hefur svo breyst í gegnum árin. 

   Mér finnst  þessi mikla vinnufjarlægð ekki mjög praktísk á erfiðum smaladegi og hef því þrengt það , kannski ómeðvitað. 

  Finnst reyndar best að svona vinnufjarlægð sé meðfædd og koma sér síðan upp skipun sem þrengir hundinn, ef á að spara aukaspor í úthlaupi. 

Korka virtist vera mjög meðvituð um þetta sjálf, þegar hún fór að slípast í puðinu.

  Í tamningum fyrir aðra reyni ég bara að ná lágmarks vinnufjarlægð því mér finnst annað nám brýnna þessa fáu daga sem ég er með slíka hunda undir höndum.

 Hér er semsagt gamla bandið. SMELLA HÉR

 Síðan eru hér nokkur vinnuskot með henni til að sýna dæmi um litla þörf fyrir að bruðla með orku í einhver flottheit í fjallinu.emoticon


 Já , - svo gæti kannski aðeins hugsast að ég fari  yfir stöðuna á fyrra gotinu undan Sweep og kynni jafnvel eitthvað af því sem nothæft kann að finnast úr gotinu undan Korku og Sweep áður en líkur.emoticon

 Til að forðast misskilning er ekki á dagskrá að 
para Korku aftur í bráð. emoticon
Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414200
Samtals gestir: 37239
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:19:16
clockhere