24.02.2017 20:25

Kúlur eða ekki kúlur, - hvað er málið ?


 Það er velþekkt í hvolpasölunni að tíkurnar eru vinsælli  hjá kaupendum. 

  Skýringarnar á því eru nokkrar en sú veigamesta er trúlega sú að það blundar í mörgum að geta skellt í got ef tíkin reynist vel. 

  Aðrar ástæður eru þær að sumir trúa því t.d. að tíkur séu meðfærilegri í vinnu , úthaldsbetri, skemmtilegri í umgengni eða sýni öðrum hundum/tíkum síður áreiti o.sv.frv. 

  Ég er reyndar ósammála öllum atriðunum nema því fyrsta. 

  Mér finnst skynsamlegra að velja tík frekar en hund  ef verið er að spá í ræktun í fyllingu tímans.

    Það kemur " stundum " fyrir að hvolpaleitendur spyrja mig hvort kynið sé skynsamlegra að velja.  

 Ég er löngu hættur að svara þessu beint.  

  Segi bara ( sem satt er )  að ef ég væri að leita að fjárhundi í vinnu en væri ekki að velta ræktun fyrir mér, veldi ég hund. 

  Þegar hann væri orðinn svona 15 mán. léti ég síðan fjarlægja kúlurnar.

  Rétt eins og ég geri , eða gerði réttara sagt við hesttryppin í den (meðan þau urðu til hjá mér ) .

    Dýralæknar tala reyndar um að  það sé í lagi að gelda hundana eftir svona 6 - 8 mán aldur  en mér finnst skemmtilegra að hundarnir séu nokkurnveginn fullþroskaðir. 


 Vaskur tapaði kúlunum vegna þess að ég taldi hann óhæfan í ræktun og óseljanlegan vegna þess hversu stórt númer hann var í ýmsu.emoticon

   Vanaður hundur  er laus við alla hormónastreitu, merkingarþörf og  áreiti við aðra hunda er oftast lítið eða ekkert. 

   Engin hætta á flakki og sv.frv. 

  Tíkurnar eru hinsvegar með sín  lóðarí á 6 mán fresti.  

 Það stendur yfir í um 20 daga í hvert sinn með tilheyrandi pössun ef einhver með kúlurnar í lagi er innan viss radíuss. 

  Bólusetning gegn þessu er ekki í dæminu hjá mér, því ég er einn þeirra sem trúa þvi að ófrjósemissprauta auki líkur á krabbameini. Ég geri svo engan greinarmun á tík eða hundi, í tamningu, vinnu eða umgengni að öðru leiti . 

    Sumir nefna fitusöfnun á geldingum sem vandamál. 
  Mín reynsla er nú reyndar alveg á skjön við þá fullyrðingu.


 
 Gott dæmi um hið gagnstæða  eru systkinin Korka og Smali. Hann er þrátt fyrir kúluleysi  alltaf í passlegum holdum meðan ég er í vandræðum með Korku sem vill hlaða á sig ef ekki er gætt ýtrasta aðhalds í fóðrun. 

   Ef við lítum hinsvegar framhjá ofanskráðu er auðvitað mikilvægast að menn séu sáttir við það sem þeir telja best.  

 Og ef fólk er ánægt með hundinn sinn,- nú eða tíkina , eins og þau eru með eða án kúlna eða ófrjósemissprautna er auðvitað enginn að fara framá meira .emoticon
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 443
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 398297
Samtals gestir: 36193
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:22:39
clockhere