14.01.2016 21:13

Hundatamningar. Eru þær á réttri leið ?

Já það vantar fleira fólk í hundatamningarnar.

  Ég vona að þróunin sé á sömu leið og maður sá hlutina gerast í hestamennskunni í gamla daga.

 Einn og einn hestlaginn að taka smávegis í tamningu fyrir vini og kunningja en annars björguðu menn sér sjálfir.
 
 Í dag er það fagmennskan sem ræður ríkjum í hestamennskunni og vinnubrögðin gjörbreytt. 

 Hringinn í kringum landið eru lagnir menn að taka hunda í tamningu eða grunntamningu langoftast í litlum mæli samt. 

 Og aðstaðan er misjöfn eins og gefur að skilja.

En eftirspurnin eftir tamningunni fer stigvaxandi og er mun meiri en en framboðið.

 Ég er sannfærður um að framboð af ágætum tamningarmönnum mun aukast jafnt og þétt í takt við eftirspurnina en sé kannski ekki fyrir mér að umsvifin verði mikil hjá einstökum mönnum.

 Það eru einfaldlega takmörk fyrir því hvað hægt er að taka inn til tamningar jafnvel þó menn hafi góðan tíma til að sinna þeim.

 Það verður að vera fyrir hendi þokkaleg aðstaða fyrir aðkomuhunda, búr og gerði t.d. 

 Kindur til að vinna með, auk aðstöðu til að vinna við tamningarnar.

Inniaðstaða ef temja á yfir vetrarmánuðina.

 Til að geta náð tökum á mismunandi hundum sem fyrst, er t.d.gott að hafa hringgerði.


 Aukahringurinn inni í gerðinu nýtist mér vel úti að sumrinu og inni að vetri, bæði við að láta hvolpinn fylgja beint á eftir hópnum og eins við vinstri og hægri æfingar.


 Réttin er góð til að geyma fé milli hunda eða skipta hópnum þegar mikið er í gangi.



 Í einstaka tilvikum er gott að hafa aðgang að stærri rétt / hringgerði því nemendurnir eru eins misjafnir og þeir eru margir.



Þó inniaðstaðan sé bráðnauðsynleg hjá mér verður fljótt of þröngt um tamningarnar þegar hvolpurinn er kominn vel af stað. 

 Samt er alltaf gott að komast inn í ýmsar hlýðniæfingar þegar tíðarfarið er önugt.

 

 En langbest finnst mér að komast út á stórt tún langt frá öllum mannvirkjum um leið og hvolpurinn fer að geta haldið hópnum saman.

 Þá fyrst fer þetta að ganga.


 Samhliða því að eftirspurn eftir tamningum eykst eru sífellt fleiri að leita að grunn eða mikið tömdum hundum til kaups.

 Nú eru loksins í boði ásættanleg verð fyrir góðan hund, sem munu auka framboðið af þeim hægt en örugglega.

 Já, ég held að það séu áhugaverðir tímar framundan í fjárhundamálunum.

 En góðir hlutir gerast hægtemoticon .
Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403346
Samtals gestir: 36649
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:27:23
clockhere