09.11.2015 20:48

Að lesa hundinn rétt, - nú eða ???


Svona 10 mínútur, - svaraði ég hiklaust .

 Útlenda fjölskyldan sem ég var að sýna hunda í kindavinnu, hafði spurt  hvað ég væri fljótur að sjá hvort hundarnir yrðu góðir fjárhundar.

  Þetta var að sjálfsögðu talsvert utan við hinn þráðbeina veg sannleikans en hvað gerir maður ekki til að hressa upp á ímynd landsins ?emoticon
  
   Staðreyndin um spádómshæfileika mína er sú að þegar ég  horfi á unghund sem sýnir góða takta í upphafi spái ég vel, - misvel að vísu fyrir honum og það er mjög sjaldgæft að hann standi ekki undir því.

 Þ.e.a.s. ef ég tem hann emoticon .

  Það er öllu verra að eiga við hina sem sýna lítið eða eru í ruglinu á einhvern hátt. 
 Ég er löngu hættur að vera með einhverja dómhörku  því nokkrum sinnum hef ég upplifað dæmi um að ógæfulegur hvolpur hafi séð ljósið og gjörbreyst , kannski á stuttum tíma.

  Mér finnst það kannski eiga helst við um vinnuáhugan en það er svo ekki heldur auðvelt að meta hvort vanti á andlega þroska til að vinna hlutina rétt eða að þetta sé vonlaust fífl. 

 Svona til að fylla þá ekki óþarfa bjartsýni sem hafa efasemdir um meðfædda smalahæfileika  hvolpsins síns,  er þó rétt að taka fram að þau dæmi sem ég hef upplifað um lasarusinn sem reis upp úr öskustónni eru nú kannski sárgrætilega fá miðað við hin.

 Í svona vangaveltum skiptir það svo að sjálfsögðu heilmiklu máli hvort ég er að horfa á 7mán. hvolp eða 12 mán. +

 
Þessa dagana er ég að vinna í siðasta hvolpinum úr 6 hunda goti sem var selt með 1. mán. tamningapakka.

Þeir verða ársgamlir 16 nóv. n.k.

 Þó þessi hópur hafi verið óvenjulega jafn þá er alltaf um einhvern breytileika að ræða. Einn þeirra var orðinn tilbúinn í tamningu 7 mán. og þoldi vel að ég færi að vinna með hann á fullu. 

 Sá sem ég afhenti í dag fékk hinsvegar rétta vinnuáhugann fyrir nokkrum vikum og trúlega hefði verið rétt að bíða með allavega seinni hluta mánaðarpakkans í nokkrar vikur enn þó það hefði ekki verið gert.

 Hinir voru svo að koma inn þarna á milli en sumir fengu 2 - 3 vikna pásu í náminu.

  Mér finnst nokkurra vikna pásur koma mjög vel út þegar verið er með stíft tamningaprógramm á þessum aldri. 

 Það sé svo alveg bráðnauðsynlegt að gæta þess að fara ekki framúr því sem hvolpurinn er tilbúinn í.

 Þegar hann fer að geispa í kennslustundinni þá er eitthvað í gangi sem hann skilur ekki.

 Eitthvað stress á/í einhverjum emoticon.

Þá er ágætt að rölta heim í kaffi og íhuga hverju var verið að klúðra.

Og stundum koma slæmir dagar með mörgum kaffibollum emoticon
 

 
Flettingar í dag: 904
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414552
Samtals gestir: 37261
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:17:51
clockhere