27.09.2015 20:04

Styttist í lokatölur sauðfjárársins.

  
  Nú er mesta fjáramstrið að baki.

 Aðalleitum lokið en þar sem vantar enn 6 samstæðar tvílembur og 2 veturgamlar með lömbum verður eitthvað dólað um fjöllin þá daga sem gefur. 




Þessar heimtur eru einstaklega slæmar og verður einmuna góðri tið og sprettustigi fjallanna kennt um.

 Búið að taka frá líflömb og fara gróflega yfir sláturfé sem verður allt tekið   8 okt . 

 Það er alltaf smáspenningur í gangi við vigtun og ómskoðun í líflambavalinu .

Þá fara línurnar að skýrast um afkomuna þetta árið.

 Vænleikinn var nú ekki eins og maður vonaði en samt skárri en í fyrra sem var vonandi svona botnár í framleiðslunni.

 Við ásetninginn á gimbrunum er markið sett á að bakvöðvinn sé yfir 30 og lærin 18 + , vigtin yfir 37 kg. síðan er farið yfir ætternið áður en dæminu er lokað.


               Allt á fullu við lambadómana.

 Bakvöðvamarkmiðið er farið að nást nokkuð örugglega ( mætti hækka það ) en það stendur aðeins útaf borðinu með lærastigin En þar sem 18,5 og 19 stiga lærin eru mun fleiri en þau sem ekki ná nema 17.5 ber maður harm sinn í hljóði. Það verða svo væntanlega samþykkt afbrigði fyrir eina mislita sem er undirmáls í bæði baki og lærum, enda við harðskeytt barnabörn að etja þar.


                           Þarna er sú mislita , fjarska falleg .emoticon

 Það náðust líka ásættanlegir ásetninghrútar þó maður sé nú aldrei ánægður með úrvalið á þeim. 


                Þessi, að vísu undan Ássyni sló sæðingana út.

 Og eins og alltaf þegar uppskera  sauðfjárársins fer að skýrast þá heitir maður sér því að standa sig nú betur næsta ár. emoticon

 

Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 413688
Samtals gestir: 37175
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 02:34:54
clockhere