31.03.2015 07:53

Upplagið, uppeldið og allt hitt.

 Hundarnir/tíkurnar sem eru að detta inn hjá mér öðruhvoru eru jafn misjöfn og þau eru mörg.

   Annarsvegar ákaflega misjöfn að upplagi til þess sem þau eru ræktuð til og hinsvegar hafa þau hlotið ákaflega misjafnt uppeldi. 

  Upplagið er allt frá því að vera með innbyggt allt sem þarf til að vera  afbragðs fjárhundar. Aðeins þarf að komast í samband við þau og kenna þeim að þessi skipun þýði þetta og hin hitt. 



Korka frá Miðhrauni var með allan genapakkann kláran í kollinum.

   Í  hinum endanum eru þau sem allt eða margt þarf að kenna svo þau nýtist sem fjárhundar.

 Svo er allt til þar á milli

 Misjafnt hvað vantar.  

  Til dæmis hafa þau kannski ekki mikinn áhuga á að stoppa kindurnar af , splundra hópnum í stað þess að halda honum saman . Leitast við að vinna alveg ofaní í kindunum o.sv.frv. 

 Uppeldið er síðan alveg frá því að hundurinn er mikið agaður og taminn,  í að hafa alist upp í algjöru sjálfdæmi. Bara fengið að éta  og kannski verið bundinn meira og minna. 

Slík dæmi eru samt að verða nánast óþekkt í dag. 

Þau mest öguðu flugteymast og kunna helling af allskonar fídusum sem koma smölun kannski ekkert við.  

En ögunin nýtist vel við tamninguna

  Ef það fer saman að upplagið er gott og uppeldinu hefur verið vel sinnt  verða allir hamingjusamir.

 Hundurinn hlustar vel og er fljótur að læra , vinnubrögðin meðfædd og á 3 - 4 vikum verður til fjárhundur sem eigandinn þarf einungis að komast í samband við með skipanirnar og allt er klárt í smalamennskuna. emoticon


 Dáð frá Móskógum í kindur í fyrsta sinn. Ekki komin með rétta áhugann eins og sést á skottstöðunni. Nokkrum mánuðum seinna var þetta allt komið.emoticon


 Hundurinn sem hinsvegar þarf að læra mismikinn hluta af vinnubrögðunum og er illa undirbúinn í nám vegna slaks og óagaðs  uppeldis kemur öðruvísi út. Það fer mismikill tími í að koma á góðu sambandi og síðan fer það mikið eftir vinnuáhuganum hversu hratt eða vel gengur að koma honum í vinnuhæft form .

 Ef það gengur á annað borð. 

Í sumum tilvikum þarf síðan að laga eða rétta af mistök sem hafa orðið í uppeldinum. Það tekur yfirleitt mun lengri tíma að rétta af slík mistök heldur en að gera þau. 

 Það eru t.d. langoftast alvarleg grundvallarmistök að fara með lítið eða ótaminn hund í smalamennsku. emoticon


 Sem betur fer verður það sífellt sjaldgæfara að hundar hafi verið vandir af að fara framfyrir eða bara fara í kindur yfirhöfuð. 

 Sífellt fleiri átta sig á því að ef hundurinn er farinn að sýna óæskilega hegðun við kindur áður en kemur að tamningu er honum bara haldið frá kindunum þar til kemur að tamningunni.

 En svona til að vera  jákvæður hefur orðið mjög mikil breyting á því seinni árin að það sem dettur inn hjá mér er langoftast óskemmt og yfirleitt með uppeldið í góðu lagi.

 En genapakkinn er alltaf jafn fjölbreytilegur emoticon .
Flettingar í dag: 260
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418107
Samtals gestir: 37974
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:47:43
clockhere