17.06.2014 21:35

Sleppitúr 2014 .

 Ég sleppti fyrsta degi sleppitúrsins, Hafnarfjörður  - Mosfellsdalur. 

Finn mig kannski ekki alveg í því að ríða milli þéttbýlisstaða eða þannig.

Sleppitúrinn hjá mér felst annars í því að hrossunum er ekið til einhvers staða á suðvesturhorninum þar sem slegist er í hóp með allskonar öndvegisfólki sem er vel þess virði að eyða með nokkrum dögum í hestaferð vestur á snæfellsnes..



 Hér er allt að verða klárt í Mosfellsdalnum en sveitamanninum leist nú ekki meira en svo á að leggja af stað með reksturinn út á malbikið og þvera Þingvallaveginn eftir nokkuð hundruð metra.

 Þá átti síðan eftir að sleppa framhjá Gljúfrasteini, golfvelli og ótal hliðarvegum áður en reiðgötunni til Þingvalla var náð. Allar áhyggjur fuku þó út í veður og vind þegar komið var í hnakkinn . Trússbíllinn lokaði Þingvallaveginum meðan við sprautuðumst framhjá og fyrr en varði vorum við á góðri siglingu austur eftir úrvals reiðgötum.



 Það fylgir mikill farangur með í svona ferð en sveitalúðinn kemur áhyggjulaus inn í þetta, veskislaus og tímalaus aðsjálfsögðu.  svo er hann bara rukkaður um hrossahaga, gistingu  og eigið fóður einhverntímann seinna. Og einhverra hluta vegna eru það alltaf ótrúlega lágar tölur sem sjást þar.


Hér erum við á leiðinni Þingvellir  - Skorradalur.  Þarna vorum við reyndar  komin inn í  fyrsta og eina  alvöru aukaævintýri leiðarinnar, á vitlausri leið í Skorradalinn.


Þegar það uppgötvaðist var tekin 90 gr. beygja og leitað að greiðfærri leið til að rétta sig af. Þessu kindagata reyndist ágætlega til þess fallin til að byrja með. Trússbíllinn sést í fjarlægð .


Það var svo ánægjuleg tilfinning að vera hér að komast á rétta slóðann niður í dalinn. En trússararniru létu hinsvegar ekki af villum sínum og skiluðu sér ekki til byggða fyrr en undir miðnætti. Ekki skynsamlegt að fara eftir fyrirmælum einhverrar konu vestur í amríkunni þegar ekið er á ómerktum línuvegum.

            Þó þeirra væri auðvitað pínulítið saknað voru það þó fyrst og fremst matföngin og  svona " sitthvað " smálegt annað sem  fór  að vanta tilfinnanlegar eftir því sem leið á kvöldið.


      

 Línuvegurinn góði sem villst var inná var svo enginn draumareiðvegur                                                                                                                                                                                                                                                                              Þriðji dagurinn lá síðan uppúr Skorradalnum eftir óljósri æfafornri götu yfir í Lundarreykjadal, sullast niður hann og síðan að Hvítárbakka eftir mjög skemmtilegum krókaleiðum sem enduðu niður með Flóku og síðan Hvítá. Þaðan var síðan haldið að Grímsstöðum næstsíðasta daginn.

                        

 Hér er farið að halla niður í Lundarreykjadalinn og reynt að þræða gömlu götuna sem sást svona öðru hvoru.

. Síðasti dagurinn var svo í stíl við alla hina, hlýtt og sól öðru hvoru. Þá var farin hefðbundin leið að Kaldá og síðan með Kolbeinsstaðarfjalli að Mýrdal. Um  eyðibýlin Rauðamel, Syðri og Ytri, - með lokaáningu í Hótel Eldborg en þaðan er örstutt í  endastöð Söðulsholt.

 Þessi 2014 árgerð af sleppitúr  var sérlega ánægjulegur  og hnökralaus  í einstakri veðurblíðu.


Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 278
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 413473
Samtals gestir: 37134
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 11:38:14
clockhere