14.12.2013 20:29

Drög að sauðburði.

Áður en hrútastofninn fer að leika lausum hala í jólastörfunum, fær frjótæknir búsins að spreyta sig með sæði úr mestu eðalhrútum landsins, - eða Þannig.

  Ef ekki er farin sú leið að samstilla bestu ærnar fyrir Þessa gæðadropa er alltaf heilmikið lotterí hvort einhverjar ær verða að ganga  Þá daga sem sæði er í boði, hversu margar og hvort Þær séu svo hæfar til undaneldis.

  Nú er gott ár í málaflokknum og á 4 dögum hefur Þriðjungur ánna gengið og flestar Þeirra verið sæddar. 

 Svo er annað lotterí hversu hátt hlutfall Þeirra heldur .


                                          Þessar bíða yngri húsfreyjunnar með stráin sín.

 Kerfið hér er Þannig að sauðburðurinn á að vera samfelldur og hrútarnir Því settir í, að sæðingum loknum.

 Eins og alltaf á Þessum árstíma Þá velkist enginn í vafa um að vorið verði afbragsgott og best að drífa í að koma lömbum í rollurnar. Þær verða náttúrulega að komast tímalega út í Þetta gæðavor sem mun bresta á innan nokkurra nmánuða.  emoticon 
 Þó reynslan segi manni nú reyndar að góð vor séu teljandi á fingrum annarrar handar svo langt aftur sem elstu menn muna,- skítt með Það.


       Hér leggja nokkrir gemlingar af stað út í vorið, Þó gróðurinn virðist nú ekki vera orðinn til vandræða.

 Nú er allavega ljóst að sauðburður mun að öllum líkindum hefjast með miklum gassagangi snemma vors og enginn bilbugur á bændunum að halda kerfinu.

Spurningin snýst bara um hvenær eigi að skipta yfir í hrúta, úr stráum.

 Vond spurning, Því ég er óvanalega ánægður með hrúta búsins, Þeir eru óÞarflega margir og síðan eru efnilegir lambhrútar sem  Þarf að prufukeyra til að kanna ræktunargenin.

Svo maður er farinn að sjá ofsjónum yfir Því splæsa öllum Þessum rollum í Þetta "sæðingarstöðvardrasl. "

 Þetta er svona týpiskt allsnægtarvandamál.

 Sunnudagur á morgun og Þá verður tekinn upp gamall siður að velja hrúta af mikilli kostgæfni á ærnar sem ganga, enda sæðingastöðvarhrútarnir í fríi.

 Svo verður lagst undir feld og í framhaldinu haldin fjölskylduráðstefna um sæðingarlok og hrútaupphaf.

 Og eins og allir vita koma alltaf gagnmerkar og afdrifaríkar niðurstöður útúr öllum alvöru ráðstefnum. emoticon 

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2103
Gestir í gær: 503
Samtals flettingar: 417416
Samtals gestir: 37863
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 11:45:52
clockhere