14.10.2013 22:37

Hreinræktaðir eðalhundar og neikvæðu Þrjótarnir.

Stundum  hringir í mig fólk sem hefur áhuga á að losa sig við hundinn sinn.

Hreinræktaðan BC að sjálfsögðu.

 Oftast konur.

Þó ég passi mig á að spyrja aldrei um ástæðurnar, fæ ég undantekningarlaust greinargóðar skýringar á Því.

 Stundum trúverðugar útskýringar sem ég kaupi, en oftast eitthvað bull.

Ofnæmi í fjölskyldunni er t. d. mjög algengt. Virðist koma í ljós eftir að hvolpurinn er orðinn svona eins og hálfs - tveggja ára.

 Fyrir margt löngu meðan ég taldi mér trú um að ég gæti tamið hunda, stökk ég stundum á Þetta, reyndi að grunntemja Þá og koma Þeim svo  til einhverra sem gætu notað Þá, gegn smá greiðslu fyrir tamningavinnunni.

 Þetta gekk Þó sjaldnast vel, trúlega vegna Þess að ég var ekki nógu góður í Þessu.

 Eftir að ég fór að kynnast velræktuðum fljóttömdum hundum hvarflar reyndar stundum að mér að Þessi tamningaárangur hafi kannski ekki verið alveg mér að kenna.

Og nú er ég algjörlega búinn að loka á Þennan hluta hundalífsins.

Og löngu búinn að loka á hvolpasölu nema til fjárbænda sem temja hundana sína.

Ég var í lokin, farinn að flokka Þessa tökuhunda í tvo aðalflokka.

Annarsvegar ekta malbiksdýr sem aldrei höfðu kynnst fé eða hrossum, eða allavega mjög lítið. Væri upplagið gott var oftast tiltölulega auðvelt að vinna í Þeim.

 Hinsvegar voru hundar hestafólks eða Þeirra sem höfðu komist í kindavinnu og voru búin að kenna hundinum hvernig hann ætti að umgangast Þessa fjórfætlinga. Sú kunnátta Þvældist oftast verulega fyrir Þegar átti að gera hundinn að góðum smalahund.

 Ég á samt alltaf jafn erfitt með að segja nei og Þegar einhver biður mig að kíkja á hundinn og leggja mat á hvort hann sé mögulegt efni í fjárhund, eftir að ég hef afÞakkað  hann sem  gjöf, samÞykki ég Það umsvifalaust.

 Því miður eru Þó sjaldnast mjög jákvæðir Salomonsdómar sem fást Þar.

Ég reyni Þó undantekningarlaust að spara mig hvergi í jákvæðu punktunum og geri mikið úr óvissunni sem liggur í svona áhorfi á hund í ókunnugum aðstæðum. En samt ....

 Sumir eru skemmtilega ýtnir og vita kannski hvað ég vil sjá hjá hundinum Þeirra.
Þeir gera mikið úr Því hvað hundurinn hafi verið áhugasamur og hversu skemmtilega hann hafi hringað rolluhópinn sem hann slapp í um árið.

 Þetta dreg ég aldrei í efa, enda eflaust satt í einhverjum tilvikum.

Ég segi bara að Það sé með hundana eins og kerin í álverinu. Slökkvi maður á Þeim er oftast stórmál að koma Þeim í gang aftur.

 Kannski aðeins ódýrara með hundana, en dýrt samt, - ef Það tekst.

  Sem betur fer fyrir Þá sem Þurfa að koma af sér " vegna breyttra aðstæðna" fullvöxnum ótömdum hundum eða eru að framleiða ódýra " algjörlega " hreinræktaða Border Collie hvolpa undan " afbragðsgóðum " fjárhundum,  eru svona neikvæðir Þrjótar eins og ég tiltölulega sjaldgæfir.

 En Þeim er samt heldur að fjölga.



Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403365
Samtals gestir: 36649
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:49:18
clockhere