13.07.2013 22:45

Skipulagskaos og hundadagar í orðsins fyllstu merkingu.

Einhvernveginn hef ég skrönglast áfram gegnum lífið í fullkomnu skipulagsleysi.

Svona fyrir utan Þann ramma sem sem ég hef valið mér, nú eða lent í á leið minni gegnum tilveruna .
 Hann hefur séð til Þess að ég yrði að gera ákveðna hluti á ákveðnum tíma ef ég vildi komast af.

 Ja, - svona eins og að sleppa hrútunum í ærnar á tilsettum tíma o.sv.frv.

Mamma sagði nú alltaf að ég væri skorpumaður.

 Hún átti væntanlega við Það,  að Þegar búið var að safna upp verkefnum í hæfilegan eða óhæfilegan tíma, var rokið í að klára  málið með miklum krafti áður en næsta uppsöfnun hófst.

 Nú er sumarið eiginlega alveg að verða búið, Þó Það sé reyndar ekki komið almennilega enn.

 Og betri helmingurinn sem er náttúrulega fram úr hófi skipulagður kominn í 5 daga gönguferð á Hornströndum.

 Ég sit hinsvegar og er að skipuleggja restina af Þessu sumri sem kemur kannski aldrei?

Vandamálið er, að Þó Það brysti á í fyrramáli og héldist, ja allavega framá haustið yrði Það alltof stutt fyrir allt sem ég ætla að gera.



 Nú eru hundadagarnir byrjaðir í orðsins fyllstu merkingu fyrir mig.
Ég ætla ekkert að eyða dýrmætu netplássi í að fara yfir eitthvað af Þeim sannindum sem fylgja hundadögunum, enda illa gert að sannfæra stressaða bændur sem eiga mismikið óslegið með Því, að líklega rigni  a.m.k. til 29 ág.

 Ég reyni hinsvegar að sannfæra Þá sem ég Þekki og eru að fara á heimsmeistarmót hestamanna 1 -10 ág. að Það sé borðleggjandi Þurrkur um verslunarmannahelgina og næstu daga á eftir.
 Þessi mynd hér að ofan er glæný og sýnir veðrið næstu vikurnar ásamt hundaflotanum í Dalsmynni.

Rétt er að taka fram að ég á ekki nema 3 Þeirra, tvo fullorðna og hvolpinn .

Hinir eru ýmist í skammtíma eða langtímavistun.

 Gott dæmi um skipulagshæfileikana er að í stað Þess  að dúlla við að fulltemja hundana mína eins og sumarskipulagið hljóðaði uppá, verð ég  á fullu að vinna í annarra manna hundum.
Skipulagning Þeirrar vinnu klárast í kvöld.
Smásumarfrí með hreindýraívafi fer líka inná skipulagið.
Girðingarvinna, réttaraðstaða við fjárhús. hundagerðið og ýmislegt sem ekki er rétt að nefna, fer hinsvegar inná skorpuvinnukerfið, - til að byrja með.

En ég fór Þó langt með að spúla fjárhúsin í dag.

Já, segið Þið svo að ég geri aldrei neitt.

Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403268
Samtals gestir: 36641
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 03:33:28
clockhere