28.05.2013 21:52

Úr einu í annað, - og endað í símanum.

 Hitamælir heimilisins hefur ekki sinnt hlutverki sínu í nokkrar vikur við góðar undirtekir húsbóndans, sem hefur alveg losnað við að ergja sig á svívirðilega lágum hitatölum vorsins.

 
Hann hefði samt gjarnan mátt virka í dag.

 Já Þessi dagur var í alla staði algjörlega frábær.

Logn, hiti og nefndu Það bara.

Og maður hafði ekki við að taka á móti góðum fréttum.

 Loksins var drifið í að koma áburðinum á túnin sem var orðið nokkuð tímabært , allavega Þeim sem eru ekki  aðnjótandi búfjáráburðar.



 Og bankinn minn hafði samband
og kynnti mér síðustu stökkbreytingu búslánsins og svei mér Þá ef ég fer ekki að hafa áhyggjur af bankanum, ef Þetta tekur ekki enda Því nú eru stökkin alltaf í réttu áttina, norður og niður.

 Í framhaldinu samdi ég um launahækkun fyrir hönd okkar bændanna við drottinn allsherjar á heimilinu sem sér um útborganirnar.

 Svo nú er bæði búið að leiðrétta lán og hækka laun og Það án nokkurra afskipta loforðasigurvegara kosninganna.

 Og ég get fullvissað afganginn af Íslendingum um Það, að tilfinningin verður góð Þegar Þeir verða búnir að upplifa efndirnar hjá snillingunum sem unnu loforðakapphlaupið.
 
 Síðan eiga skattalækkanirnar svo eftir að bætast við og fullkomna hamingjuna.

  Þó lögfræðingurinn sem ég hafði ráðið í verkefni fyrir mig, hringdi og gæfi málið frá sér vegna tímaskorts, benti hún mér á annan sem væri góður í málaflokknum svo ég tók gleði minni Þessvegna.
 á ný  
Það var reyndar svo mikið af allskonar öðrum símtölum sem settu mark sitt daginn að á endanum varð meira að segja síminn minn rafmagnslaus.

Það er fáheyrt, Því Þetta er sími með batterý sem ekki er hlaðið nema í mesta lagi tvisvar í mánuði.

Algjör munaður.

 Ég geri 3 kröfur til símans míns, að hægt sé að hringja úr honum , fá símtöl gegnum hann og batterýið endist sem lengst.

 Það er ekki nóg með að Þessi, uppfylli allar Þessar kröfur heldur eru stafirnir svo stórir á skjánum að ég sé Þá meira að segja hjálpartækjalaust..

Hreinn bónus

 En ég skil nú reyndar ekki hvað síminn minn kemur Þessu bloggi við ?

Flettingar í dag: 1330
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 403071
Samtals gestir: 36634
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:27:16
clockhere