19.05.2013 05:34

Í bljúgri Þökk við almættið.

Það varð enn lengri Þögn, svo sagði konan í símanum.

 Jaaá, og hvað fær maður svo fyrir Þennan pening ? 
Hvað er hundurinn svo farinn að gera eftir mánaðartamningu ?

Hún var orðin hvöss í málrómnum og ég fylltist bljúgri Þakklætiskennd við almættið yfir að konan væri í hinum endanum á símanum , trúlega í nokkur hunduð km. fjarlægð, en ekki á móti mér við borðstofuborðið.

 Hún hafði hringt og spurt hvort ég gæti selt henni hvolp sem ég gat ekki og reiknaði með að Þar með lyki samtalinu.

 Konan vildi Þá fá að vita hvað ég væri að selja hvolpinn á og fullur áhuga á að halda konunni upplýstri lét ég glepjast út á hála braut símaspjalls um hunda.

 Henni Þótti hvolparnir dýrir , já rándýrir og var ekkert að halda Þeirri skoðun fyrir sig.

 Hokinn af lífsreynslu í svona aðstæðum hvarflaði ekki að mér að verja Þessa verðlagningu, sagði reyndar að Þetta væri gjöf en ekki sala, en hún gæti örugglega orðið sér úti um hvolp sem ræktandinn væri tilbúinn að greiða með uppeldinu á.
Með smá heppni yrði sá kannski síst verri en einn frá mér.

 Þar með var sá umræðugrundvöllur brostinn, en Þá spurði frúin mig  hvort ég tæki hunda í tamningu.
 Þegar ég játti Því umsvifalaust spurði hún hvað mánaðargjaldið væri.

Ég sagði henni Það og rétt Þegar hún var búin að ná andanum eftir Þær upplýsingar, bætti ég við að upphæðin væri án vsk.

 Það var Þá sem upphafsorð Þessa pistils urðu til.

Nú var ég farinn að hafa lúmskt gaman af samtalinu og bætti Því í lipurðina við upplýsingagjöfina.

 Hundarnir sem ég fengi í tamningu væru ákaflega misjafnir.

Vel ræktaður hundur sem hefði fengið rétt uppeldi og smá grunnvinnu,  temdist mjög mikið á mánuði og í bestu tilvikunum væri hann tilbúinn í hörku vinnu hjá eiganda sem kynni að fara með hann.

 Lélegt ræktunareintak sem kannski hefði verið látinn afskiptalaus í uppeldinu, fyrir utan að fá að éta reglulega eða kannski óreglulega , og í versta falli skemmdur í einhverju rugli kæmi allt öðru vísi út. Kannski orðinn svipaður eftir mánuðinn og hinn var í upphafi tamningar.

 Mér fannst algjör óÞarfi að láta Þess getið að ég tæki nú reyndar ekki slíka hunda í tamningu.

Þetta virtist slá hinn skelegga viðmælanda minn aðeins út af laginu og eftir að hafa rætt tamningamálin aðeins betur spurði hún mig umbúðarlaust hvort ég gæti tekið tík fyrir hana í tamningu næsta vetur.

 Nú var komið að mér að koksa aðeins á svarinu, en sagði Þó að líklega væri ég fullbókaður , Það gæti samt margt breyst á löngum tíma.

 Niðurstaða samtalsins sem hafði Þróast úr fyrirspurn um hvolpa, í tamningabókanir var sú að spúsan myndi hafa samband í upphafi næsta árs.

 Og mér sem fannst nú nóg komið, gætti Þess að spyrja hvorki um nafn, búsetu né hvaða tíkarkvikindi væri í boði til námsvistar.

 Enda skal Það að viðurkennast að sé svona mál sett í salt í nokkra mán. er Það undantekningarlítið hrokkið endanlega útbyrðis.
Flettingar í dag: 1459
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 403200
Samtals gestir: 36639
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 23:21:17
clockhere