14.05.2013 04:31

Svo sem maðurinn sáir................

 Vorkoman hefur verið á rólegri nótunum og allt er asalaust enn í málaflokknum.

Þó okkur Nesbúum finnist ekki á okkur bætandi í Þeim efnum, Þjáumst við samt með kollekum okkar sem bíða Þess að fá kalin túnin undan snjóalögum, með fjárhús sem eru að yfirfyllast af nýbornu fé.

 Nú sér hinsvegar loksins fyrir endann á byggsáningu hér á bæ.
Það er um hálfum mán. seinna en í fyrra Þegar vorið var akkúrat í hina áttina.


                                                                                                                             Úr myndasafni.

 Það er Því ljóst að nú verða engin met slegin í uppskerumagni eða gæðum Þó enn geti Þetta sloppið fyrir horn, ef í hönd fer árgæska til hausts a.m.k.

 Þetta er annað vorið í byggsögu búsins sem eingöngu er notað sáðbygg úr sveitinni.


 Það fóru um 20 sýni í gegnum spírunarpróf hjá mér Þvi krafan er að spírun sé vel yfir 90 % til að  bygginu sé gefinn kostur á öðru lífi. Þrjú sýnanna hér fyrir ofan, lágu á bilinu 95 - 100 % spírun.

Nú er  allsendis óvíst að sáðbygg náist næsta haust.



 Þetta er græjan sem sér um sáninguna. Tæting, áburður og fræ allt í sömu ferðinni.

Nú var svo prófað plógherfi á hluta akranna í stað plægingar. Það er tvisvar til Þrisvar sinnum afkastameira en plógurnn með samsvarandi olíusparnaði og verður spennandi að sjá hvort uppskerumunur verður á plægðum og herfuðum ökrum í haust.

 Hér var skorinn niður hektarafjöldinn í byggræktuninni á síðustu metrunum. Byggræktun á Það nefnilega sameigilegt með sauðfjárræktinni að menn verða stundum að setjast niður með afar jákvæðu hugarfari og lausir við alla smámunasemi á slæmu árunum, Þegar hagnaðurinn er reiknaður..

Hér er enn klaki í jörð og kuldaleg  langtímaspáin fær mann ekki til að sleppa sér í bjartsýniskasti um bygggróða Þetta árið.

En vona Það besta og reikna " rétt" , Þá  sleppur Þetta samt örugglega taplaust eins og " öll " hin árin. 

Og næsta ár verður svo náttúrulega frábært.


Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403522
Samtals gestir: 36651
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:26:23
clockhere