28.02.2013 22:24

Grunnstigið og öldungadeildin.

 Það er dálítið magnað að vera í hlutastarfi við að temja fjárhunda og greinilega löngu tímabært.

 Vægast sagt fjölbreytilegt og skemmtilegt eins og nemendahópurinn er núna.
Reyndar er ég þeirrar skoðunar og ligg ekkert á henni, að léleg eða skemmd eintök eigi ekki erindi til mín eða annarra sem gefa sig út í tamningu.
Ljótt að segja það, en ákveðið hlutfall af BC' unum geta bara ekki orðið góðir fjárhundar.



 Þessi grind er algjör snilld í þessari vinnu. Mér líkar þó ekki að vera með kindur inni í henni, en að vinna í kringum hana með byrjendurnar er bara algjör bylting miðað við fyrri vinnubrögð.

 Inniaðstaðan gjörbreytti algjörlega þessari vinnu og nú fer ég ekki út með hundana fyrr en þeir eru með stoppskipunina á hreinu og farnir að átta sig á hægri og vinstri skipunum

 Og þetta kemur ótrúlega hratt í þessari aðstöðu.


 Þó myndin beri það ekki með sér er Spaði eins og tifandi tímasprengja vegna gríðarlegs vinnuáhuga.
  En hlýðnigenin hafa nú oftast yfirhöndina og samkomulagið er hávaðalaust hjá okkur.
 

 Ég er með 3 Tinnaafkvæmi í tamningu og það fjórða í fæðingarorlofi. Hér er Spaði í lága gírnum og farinn að læra rekstur eftir tæplega tveggja vikna tamningu. Feikilega áhugasamur og eiginlega frábær í alla staði.- í alvörunni.

 Systir hans hún Díva er fyrst að fá áhugann núna og hefur lægsta spágildið af þeim systkinum.



 Smali  Tinnason frá Miðhrauni er dálítið öðruvísi karakter yfirvegaðri, enn ákveðnari og líkur föðurnum með að þurfa að heyra skipunina 2 - 3 áður en hann hlýðir og tekur alltaf 2.- 3 skref áður en hann hlýðir stoppskipuninn.



 Og Korka alsystir Smala sinnir hvolpunum sínum þessa dagana en hennar tími kemur.

Það verður þeim systkinum sameiginlegt að litlar líkur eru á að  kindur sem þau ná að staðsetja og komast í færi við í framtíðinni, verði skildar eftir.



Þetta himpingimpi hér er bara 8 mán. og  komin með viku tamningu. Hún var talsvert baráttuglöð og vígreif til að byrja með en áttaði sig fljótt á um hvað málið snerist, og hefur fengið að spreyta sig úti tvo síðustu dagana. Mikill áhugi og hlýðnigenin ágætlega virk eftir að búið var að ræsa þau.
 Þetta er svo fyrsta, en ekki síðasta  Taff´s afkvæmið sem ég mun föndra við.



 Þrátt fyrir biðlista á grunnstiginu stóðst ég ekki freistinguna og hér er fyrsti nemandinn í öldungadeildinni.

Djöf, vildi ég vera að byrja með hana núna ef hún væri svona þremur árum yngri.


Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2103
Gestir í gær: 503
Samtals flettingar: 417416
Samtals gestir: 37863
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 11:45:52
clockhere