29.07.2012 21:37

Korka, kálhausarnir og steratröllin.


 Vegna fjölda áskorana verðu þetta blogg helgað grænum fingrum, aðalbænda Dalsmynnis sem eru helteknar af margskonar grænfóðurræktun til manneldis.

 Til þess að koma mér í gírinn verð ég þó að byrja á einhverju enn skemmtilegra viðfangsefni.



 Þó við Korka eyðum alltof litlum tíma í að ná samkomulagi um vinnulag  og sitthvað smávegis er orðið nokkuð ljóst að þar mun nást ásættanleg niðurstaða áður en lýkur.



 Þ.e.a.s ef okkur endist líf og heilsa. Þó fullkomleikinn náist ekki fyrir þessa haustvertíð þá koma væntanlega fleiri haust með fé í haga.

 Já. þegar vökvað er þá getur fátt komið í veg fyrir sprettu í þessu tíðarfari.



 Brokkkálið er allt að koma til nema það sem þegar hefur verið troðið í heimilisfólkið.



 Svona lítur útigangurinnn út .Jarðaber og laukar í kerjunum og kál, spínat og kartöflur sprautast upp í braggahverfinu.


 Og svona er umhorfs í gamla gróðurhúsinu þrátt fyrir stöðuga kálflutninga í eldhúsin.



 Spínatið hefur t.d. örugglega bjargað því að ég hef ekki fengið skyrbjúg þetta sumarið.



 Yngra  hvítkálsgengið er að koma til og innar eru tómat og kryddplöntur ýmiskonar sem best er að hætta sér ekki út í að skilgreina nánar.



 Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist með kartöflurnar. Þær eru víst eins og hann stera Pétur telur suma vaxtarræktarmennina vera. Mikið að ofan en minna undir þeim
Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414806
Samtals gestir: 37302
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:44:15
clockhere