21.04.2012 09:14

Fráhvarfseinkenni, tölvur og????????'

Það er liðin vika síðan ég sagði nokkur vel valin óprenthæf orð slökkti á tölvunni og hét því að nú yrði gert e.h. í málinu.

 Síðan tölvuturninn var endurnýjaður í okt sl. hefur allt gengið á afturfótunum í samskiftum mínum við netið með tilheyrandi afföllum á bloggum og statusum  og nefndu það bara.

Óbætanlegt tjón á allskonar glötuðum vísdómi fyrir framtíðina.

 Fráhvarfseinkennin á þessari tölvulausu viku voru samt ótrúlega lítil en aðgangur að einhverju borðtölvudóti hentar mér ekki enda vanafastur maður sem þarf að hafa allan  þann vísdóm og myndasöfn sem ég hef sankað að mér gegnum tíðina við hendina ef andinn á að komast á flug.

 Nú er það semsagt komið á daginn að tenging í tölvunni var umpóluð í upphafi með tilheyrandi krísum þessa vetrarmánuði.

 Vonandi að rétt reynist.

 Vorverkin eru svo búin að vera á fullu.



200 tonn af mykju keyrð út einn daginn og a.m.k. annað eins eftir, en nú eru túnin bara að verða velfær til dreifingar sem er óvanalegt á þessum árstíma.



 Það þarf skeljasand í akrana og nóg er til af honum í hæfilegri fjarlægð.



 Hálmmúgarnir sem aldrei náðust í vetur voru brenndir.



 Og akuryrkjan er á fullu en nú vantar bara einn öflugan traktor í viðbót svo eitthvað gangi á vorverkin.


 Fyrsta sáðbyggið komst svo í jörðina í gær.

Já þetta er akkúrat tíminn sem sólahringurinn er of stuttur í sveitinni og ýmislegt vantar í dótakassann.


Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 413904
Samtals gestir: 37214
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:18:15
clockhere