20.02.2012 08:38

Topp tvö folaldasýning í Söðulsholti.

 Já , folaldasýningin í Söðulsholti klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.

  Það mættu til leiks 46  folöld í öllum litum og gerðum, reyndar hvert öðru fallegra.
Nú eru menn farnir að kunna þetta og ekki liðu nema nokkrar sekúndur frá því að folald fór út þar til það næsta var komið á hallargólfið.

 Sum þeirra þöndu sig á brokki eða tölti um svæðið eigendum sínum og áhorfendum til mikillar ánægju meðan önnur héldu að hér væri það tíminn sem gilti og tóku þetta á stökkinu.


Það var hún Krakaborg frá Hallkelsstaðarhlíð sem lagði hryssuflokkinn að velli. Hún er undan snillingnum honum Sporði frá Bergi og Þríhellu frá Hallkelsstaðarhlíð .Ég velti því svo fyrir mér hvað ræktandinn, hann Skúli muni skíra folöldin þegar örnefnin í Hlíð þrýtur. Kannski snýr hann sér bara að ættingjunum.



 Rétt eins og vínbændur í s. Evrópu tala um góða árganga fer ekki á milli mála að árgangurinn í Hallkelsstaðarhlíð er afbragðsgóður þetta árið því það var Stoltur hennar Sigrúnar sem rúllaði upp hestaflokknum. Stoltur er undan Alvari frá Brautarholti og Tign frá Meðalfelli. Hryssan í 2 sæti var líka frá Hlíð, Fleyta  Stígandadóttir  ( frá st. Hofi) og það var  Guðmundur M Skúlasonsem ræktaði hana.



 Á folaldasýningum fá brekkudómararnir að njóta sín og þeir völdu Vind frá Minni Borg sem flottasta folaldið. Vindur er undan Kiljan frá Þúfum og Löpp frá Hofstöðum og Katrín Á M. Borg ræktandinn.

 
 Efstu ræktendur í hryssuflokki .Halldóra Einarsdóttir/ Kría frá Söðulsholti í 3 sæti, og Sigrún og Skúli.  Einar Söðulsholtsbóndi sem gaf verðlaunin ásamt því að bera hitann og þungann af sýningunni. Þetta er nú hálfgerð ræktunar sýning hjá honum því dóttir Halldóru og dótturdóttir Einars. Inga Dís afhenti verðlaunin.



 Ræktendur efstu hestfolaldanna frá v. Sigríður Gunnarsdóttir á Hjarðarfelli sem var með Spunasoninn Herkúles í 3 sæti. Borghildur Gunnarsdóttir /Hrísdalshestar var með Glaum Glymsson í öðru sæti og Sigrún /Stoltur í 1 sæti.

 
 Og Katrín á Minniborg  verður svo bara að láta sig dreyma um það næstu árin hvað Vindur á eftir að gera fyrir hana í fyllingu tímans.

 Þar sem ég er hæstráðandi hér ætla ég að fara framhjá bæði dómara og brekkudómurum og sýna ykkur Dalsmynnisárganginn sem er bara nokkuð góður þetta árið þó hann hyrfi í fjöldann á sýningunni.

              Perla er vaðandi töltmylla þó að hún sýndi fyrst og fremst stökkgetuna í þetta sinn.
 Það endaði með því að hún Von mín kæmi loksins með rauða hryssu undan Arð frá Brautarholti. Strax að lokinni kyngreiningu var sú rauða skírð Perla í höfuð ættmóðurinnar og jafnframt tekin ákvörðun um að nú yrði Von ekki haldið oftar .


 Þetta er svo hann Flugarr ( með 2 r) undan Fláka frá Blesastöðum og Fjólu frá Árbæ. Ég ætlaði nú reyndar að setja hann á sölu en var bannað það, Flugarr fer um á brokki og tölti.

 Það er svo fullt af stórglæsilegum myndum hjá Iðunni Silju.  Hér
Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418007
Samtals gestir: 37952
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:01:08
clockhere