26.06.2011 16:31

Bygg,olía,feit ár og mögur.

Allt frá því að Faraóinn dreymdi 7 feitar kýr og 7 magrar hafa menn lifað í þeirri vissu að árferðið væri á sífelldri hringrás og góðærinu fylgdi að lokum dapurt árferði og öfugt.

 Það er þó sem betur fer til fullt af bjartsýnismönnum sem trúa því að góðæri sé komið til að vera og fyllast endurnýjaðri bjartsýni þegar aftur kemur vor í dal í aprílok og sumrin verða á ný eins og þau eiga að vera.

 Það er búið að ganga fínt í bygginu í nokkur( örfá) ár og þegar kemur fram áhugavert yrki til olíuræktar förum við sem höfum gaman af að rótast í fósturjörðinni með fína dótinu okkar, á flug.


Svona litur byggakurinn út sem síðast var sáð í og þar sér maður ekki gulnuð blöð í bland eins og á þeim elstu.

 Það er líklegt að þetta vor og sumar muni ná okkur aftur niður á jörðina en þó verður spennandi að sjá hvernig ökrunum reiðir af í svona árferði.

Akurdoðran sem á eftir að gera okkur ríka þegar góðærið kemur aftir inn í hringrásina fór of seint niður og fer sér rólega í þurrkunum. Nái hún að þroskast á þessu sumri er ljóst að það eru bjartir og orkumiklir tímar framundan.


 Svona leit hún út í dag og fyllti mig sannri gleði því langt að séð er akurinn fjarri því að vera að taka lit.


 Svona leit hann út í nálægð og fyrrnefndur byggakur sem sáð var í á sama tíma er til vinstri.

 Já það gæti í versta falli farið svo að þetta byggár verði líkt þeim fyrstu þegar ræktendurnir réttlættu byggræktunina með því að hún væri svo skemmtileg. 

 Mér finnst hún nú reyndar bara skemmtileg þegar vel gengur.

En ég held að sjálfsögðu hinu fram þegar allt er komið í klessu.
Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403522
Samtals gestir: 36651
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:26:23
clockhere