26.05.2011 16:07

Korka Tinnadóttir.

 Þó ég hafi mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig útlit ég vil hafa á hundunum mínum þá er ég enginn bókstafstrúarmaður í þeim efnum því notagildið er öllu ofar.

 Nýjasta blómið í hundaflórunni hjá mér hún Korka Tinnadóttir frá Miðhrauni hefur þá sérstöðu m.a.
að aldrei hef ég átt hreinræktaðan border collie með jafn fá hvít hár í feldinum.



 Þetta er hvolpur sem ég bind vonir við að geti orðið að skemmtilegum/góðum fjárhundi og strax eru komnir í ljós kostir sem ég met mikils í samskiptum við hundana mína.



 Hér er smákelistund með pabbanum en aldrei er of mikið af þeim.



 Þegar kastast í kekki getur Korka svo orðið býsna stór að eigin áliti.



 Það er ekki alveg búið að ákveða í hvaða farveg uppeldið á Korku lendir, en það verður þó gulltryggt að hún mun hljóta  gott uppeldi og fulla tamningu í fyllingu tímans.

  Hún á að verða fyrsti prófsteinninn minn á Tinna sem ræktunardýr, þó hún eigi  líka gott að í móðurætt undan Tátu frá Brautartungu. Táta er undan  Killiebrae Jim sem er innfluttur.


                                                Táta frá Brautartungu.
 Að Tinna standa ættir sem ég þekki vel til og sjaldgæft að lenda á eintaki eins og honum  þar sem kostirnir úr forfeðrunum safnast jafn vel saman.


 

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418079
Samtals gestir: 37967
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:12:11
clockhere