01.05.2011 06:53

Skessa, Vaskur og vondar ákvarðanir.

 Það var haustið 1999 sem ég fór með Skessu í fyrstu leitina.

Það var verið að leita Svínafellið, gengið frá Heydalsveginum niður að Höfða ( og þaðan í Þverárrétt) og ég var næstefstur í sunnanverðu fellinu.



 Skessa var eins og hálfs árs, mikið tamin en afar lítið reynd í smölun. Reyndar hafði ég haft þann starfa um sumarið að sækja kýrnar í næturhagann og notaði tækifærið og tamdi tíkina enda engar tamningakindur á bænum, yfir sumarið þessi árin.
Við vorum vel hálfnuð vestur hlíðina þegar ég verð var við að smalinn næst fyrir neðan mig var í vandræðum. Hann hafði misst kindahóp afturfyrir og uppfyrir sig og þegar ég sá þetta var hópurinn vel fyrir aftan mig og stefndi hratt upp.


Mér fannst þetta  fulllangt að senda óreynda tíkina ekki síst vegna þess að kindurnar myndu verða komnar í hvarf frá mér áður en hún næði þeim en tók samt sénsinn.

 Skessa fór flott af stað og um það er hún og féð hurfu sjónum var ljóst að hún mynda ná hópnum og koma rétt að honum. Hvernig svo færi var spurningin.

 Það var ólýsanlegur léttir þegar hópurinn birtist aðeins neðar í hlíðinni á hæfilegum hraða beint í áttina til mín. Skessa hélt sig vel fyrir aftan þær og vel neðar í hlíðinni sem sagði mér að þær hefðu ætlað beint niður þegar hún náði þeim.

 Það má segja að þetta hafi verið forsmekkurinn að því hvernig Skessa leysti öll sín verk á starfsævinni.


    Það var sjaldgæft að hún færi keppnisbrautin á undir 70 stigum sem segir nokkuð um tökin á kindavinnunni.
.
Hún er eini hundurinn sem ég hef farið með í fjárhundakeppni án þess að hafa nokkurntímann æft hana sérstaklega til þess sem segir vel til um vinnulagið og þjálnina.

  Hún var 5 ára þegar að hún heltist í nautgripahasar og það háði henni það sem eftir var, en mismikið.

 Ég hafði fyrir löngu ákveðið það að Skessa myndi eiga náðugt ævikvöld meðan að heilsan væri ásættanleg og hún þrifist sæmilega.
                                                                                          Skessa í síðustu leitinni sinni

 Það er langt síðan ég áttaði mig á því að þetta var vond ákvörðun.
bæði fyrir mig og Skessu.

 Það er vont fyrir hund sem hefur átt sinn ótvíræða leiðtogasess í hundahópnum að hrapa jafnt og þétt niður virðingastigann.
Og þegar 8 - 10 vikna hvolpar ganga á lagið vegna þess að hinir hundarnir bíta þá frá sér er niðurlægingin algjör.

 Gamli smalahundurinn veit alveg nákvæmlega hvað stendur til þegar farið er í smölun.
Það er hrikalega erfitt bæði fyrir bóndann og hundinn sem hefur kannski miklu meiri vinnuáhuga  en skrokkurinn er gerður fyrir,  þegar hann er skilinn eftir lokaður inni.

Þá það sé nú kannski eigingirni, er erfitt að horfa upp afburðarhund breytast í í þessa veru og upplifa hann verða undir í hörðum heimi dýranna. 



 Þó maður sé orðinn gamall og skelin þykk var það var ólýsanlega erfiður dagur þegar þessir snillingar voru kvaddir í vikunni. 
Flettingar í dag: 836
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414484
Samtals gestir: 37253
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:42:41
clockhere