27.04.2011 20:17

Akurdoðran og olíurepjan.

Hrunið hefur kollvarpað mörgu og með snarhækkandi verði á ýmsum aðföngum opnast grundvöllur á innlendri framleiðslu af ýmsum toga.

 Þar má m.a. nefna byggræktina en forsendur fyrir henni hafa gjörbreyst á örfáum árum.

Ræktun á olíujurtum hefur verið í deiglunni í nokkur ár og nú er að koma verulegur skriður á þau mál.
Það hefur fyrst og fremst verið horft á olíurepjuna og síðar olíunepjuna sem helst kæmu til greina í þá ræktun. Vegna of stutts sumars fyrir sumarrepjuna hafa menn síðan horft á vetrarrepjuna sem fýsilegan kost í ræktuninni.
 Akuryrkjuræktunin er alltaf áhættusöm á Íslandi og að þurfa svo að eiga hana undir íslenskum vetri minnkar ekki áhættuna . Þessi áhætta ásamt því að þurfa að þreskja akurinn á  hárréttum tíma miðað við þroskastig fræsins setur þessa ræktun í hálfgerðan lottóflokk.

Byggræktendur þekkja það ákaflega vel að það fer ekki alltaf saman heppilegt tíðarfar og þoskastig akursins.
Auk áhættunnar á tjóni yfir veturinn er tvöföld áburðargjöf og binding akursins í tvö sumur vegna vetrarrepjunnar verulegur ókostur.

Í kynningu Kristjáns á tilrauninni með Akurdoðrunni sl. sumar kom fram að sáning fór fram fyrstu dagana í maí. en vegna hálfs mán. þurrkakafla spíraði fræið ekki fyrr en í 3. viku maí.

 Sáð var í um 10 ha. af mismunandi landi en allt með sama áburðarskammti, 50 kg N á ha.

  Allir akrarnir náðu að þroskast og í spírunarprófum í vetur var spírun á milli 80 - 90 % í ætluðu sáðfræi. Fræhulstur Doðrunnar haldast heil í langan tíma eftir að þroskast og þarna virtust efstu fræhulstrin fyrst vera að opnast þegar kom fram í des.
 Rétt er að benda á, að þessu tilraun er ekki gerð á Suðurlandi eða í góðsveitum norðanlands heldur vestur í Gilsfirði sem segir okkur að Akurdoðran á vaxtarmöguleika mjög víða um land.

 Það er skemmtilegt að segja frá því að frumkvöðlarnir í Eyjarhreppnum hafa verið að leita að olíuplöntu sem næði að þroskast yfir sumarið og skilaði ásættanlegri uppskeru.


Akuryrkjufrumkvöðlarnir þeir Einar í Söðulsholti og Auðunn á Rauðkollstöðum að spá og spekulera með Jónatan Hermannssyni.
 Þeir voru búnir að setja sigtið á Akurdoðruna og fluttu inn fræ til sáningar í vor svo nú er barist á öllum vígstöðvum.

 Og á Korpu verður í sumar sett upp tilraun með Akurdoðruna ásamt sumarrepju og nepju.

Allt að gerast í sveitinni. (Bara ef þornaði aðeins um.)
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403373
Samtals gestir: 36650
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:16:00
clockhere