25.02.2011 10:46

Fjárhundanámskeið á döfinni.

Þar sem hundaáhugafólkið er óvanalega áhugasamt um síðuna mína þessa dagana er rétt að benda á að stefnt er að leiðbeininganámskeiði í tamningu fjárhunda annaðhvort 19 eða 20 mars.

 
Hér er erlendur kennari (Colin) aðsýna hvernig á að glíma við erfiðan nemanda.

 Stefnan er sett á að leiðbeinendurnir verði tveir, Gísli í Mýrdal og undirritaður.

Unnið verði með hundana annarsvegar í reiðhöllinni í Söðulsholti ( þá ótömdu) og hinsvegar með þá lengra komnu í Dalsmynni en nú þegar er búið að panta gott veður annahvorn daginn.


Aðstaðan í Hestamiðstöðinn er 5 stjörnu  + þar sem er m.a. hægt að horfa á DVD kennsludiska í pásunum.

 Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem eru með nokkuð tamda hunda en eiga eftir að kenna þeim að skipta hóp eða hætta að vinna við kindahóp og leita að öðrum hóp fyrir aftan sig.

 Þeir sem eru að hugsa um að taka þátt í fjárhundakeppnum gætu líka haft gott af því að fá æfingu í  því hvernig hún fer fram.


 Hér er Gísli að sýna hvernig hlutirnir gerast með tömdum hundi /Kötu frá Daðastöðum.

Það er enn pláss fyrir 3 - 4- og póstfangið er dalsmynn@ismennt.is eða Svanur í s. 6948020.

 Verðið er um 10 - 12.000 kr með öllu( eftir fjölda) og námskeiðið er styrkhæft úr Starfsmenntasjóði bænda fyrir ábúendur á lögbýli, 8 - 12.000 kr eftir námskeiðslengd.,

 

Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403473
Samtals gestir: 36651
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:24:47
clockhere