22.01.2011 22:58

Rússnesk rúlletta og " Þurrablót".

  Það var niðaþoka á Hellisheiðinni um hálffimmleytið í gær þar sem ég dólaði í bílalest á leið í bæinn á 80 - 90 km hraða.

 ég rétt grillti í næsta bíl á undan og lofaði máttarvöldin fyrir hálkuleysið.

Náunginn á einhverri smá sardínudós sem var að berjast framúr mér á háheiðinni hefur hinsvegar verið algjör fíkill í rússneska rúllettu.

Verri en ég í gamla daga.

 Gærkvöldið endaði svo í svokölluðu þurrablóti en þá er íbúum hreppsins boðið í þorramat á vegum sveitarfélagsins.

 Þetta er gamall siður sem verið er að endurvekja eftir að hafa legið niðri, trúlega síðan 2003.
 Það var fín mæting af sveitungunum allt  frá rúmlega 6 mán. til ???


  Nú voru menn grand á því og fengu Veisluþjónustuna á Vegamótum til að sjá um matinn en áður var búin til nefnd sem sá um þetta.

 Þurrablótsnafnið gefur ákveðna vísbendingu um að þessi blót voru framin með talsvert öðrum hætti en þorrablótin.
En allt er í heiminum hverfult og þó þurrablótið sé nú" næstum " skraufaþurrt miðað við alvöru blót, þá náttúrulega átta menn sig á því að það er algjört stílbrot að renna þorramatnum niður með kóki eða appelsín.
 Þó þetta sé nú bara matur og spjall, lét yngsta kynslóðin það ekki aftra sér frá að taka nokkur spor.


 Kolbrún Katla og Halldór Gísli fengu sér snúnig en Aron Sölva vantaði hinsvegar  dansfélaga.



Kolbrún Katla vissi hvað hún söng þegar hún gaf sig ekki með að fara í senjórítukjólnum á fyrsta þorrablótið sitt enda féll Halldór Gísli alveg fyrir því, nýkominn úr danaveldi.



 Fín æfing fyrir komandi átök á Þorranum.

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414747
Samtals gestir: 37292
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:04:09
clockhere