29.10.2010 22:26

Haffjarðará. Ný brú yfir til vina minna á Austurbakkanum.

 Nú er alveg að bresta á brúarsmíð á Haffjarðarána en á einhvern óskiljanlegan hátt fannst alltíeinu peningur í þetta þarfaverk.

 Þarna á að leggja af einbreiða brú og þó aldrei hafi orðið stórslys er aðkoman að henni, sérstaklega að vestanverðu, stórhættuleg.



 Einhversstaðar hér verður nýr vegur tekinn til vinstri yfir nýja brú sem verður nánast við hlið gömlu brúarinnar.


 Alltaf jafn ánægjulegt að sjá fjallgarðinn á Vesturbakkanum. Svörtufjöll t.h.Rétt glyttir í Skyrtunnuna yfir þau, svo Ljósufjöllin og Þríhnjúkarnir.

 Þetta verður svo sérstaklega merkilegt mannvirki því þarna munu verða fyrstu mislægu gatnamótin á vestanverðu landinu og þó miklu víðar væri leitað. Engin tilviljun að þau lenda í Eyjarhreppnum.
 ( Blessuð sé minning hans.)

 Klettaholtið handan árinnar mun hverfa að mestu í efnisnotkun við framkvæmdina.

 Skýringin á undirgöngum þarna er sú, að landeigendur höfðu sterk spil á hendi (og í ermum) og fengu veiðiveginn með ánni færðan undir  þjóðveginn.

 Ef einhver peningur verður afgangs stendur til að gera upp eldgömlu Haffjarðarárbrúna sem er síðan 1912 og orðin ansi dapurleg en samt ekin aðeins enn. Sjá   Hér

 Nú er bara að krossleggja fingur og vona að ekki komi einhver eiturgrænn sem heimtar umhverfismat o.sv. frv. sem myndi gleypa ómældar fjárhæðir sem ekki eru til.
Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414730
Samtals gestir: 37291
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 11:09:38
clockhere