28.07.2010 20:29

Ónýtt orka og sundlaugin í Krossnesi.

Sundlaugin í Krossnesi í Árneshrepp er skemmtilegt dæmi í sundlaugarflórunni.



 Hún er opin alla daga en lokuð yfir blánóttina. Enginn sundlaugarvörður og gestum treyst til að borga aðgangseyrinn. Komin nokkuð til ára sinna en snyrtileg.



 Vatnið er greinilega sjálfrennandi upp úr borholunni og hitinn er um 65 gráður.  Enginn dælingarkostnaður. Og enginn Reykjavíkurpípari komið nálægt tengidæminu.
Vonandi halda svo laga og reglugerðamöppudýrin sig líka frá staðnum.



 Hérna fossaði afgangsvatnið af svæðinu niður sjávarbakkann. Ég giskaði á að þarna rynnu niður á milli 5 og 10 l/sek. sem er veruleg orka umreiknuð í kw.

 
Það eru ekki nema örfáir km á Norðurfjörð og í ferðaþjónustuna Urðartind þar sem svona  þriðjungur þessa vatns myndu gjörbreyta allri aðstöðu.



 Og Krossnesbændur búa greinilega við fleiri hlunnindi en heitt vatn.



 Já það var margt að sjá í Árneshreppnum.

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 412744
Samtals gestir: 37032
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 08:16:30
clockhere