31.12.2009 09:05

Jólasveinn og hrossasmölun.

  Þegar afastelpan gisti í aðdraganda jólanna kom hún allt í einu þjótandi fram og fór að leita að skónum sínum.

 Það hafði nefnilega gleymst að setja hann upp í glugga.



 Þegar gamla liðið fór að velta því fyrir sér hvort sveinki myndi nú finna hana hér í ömmuhúsi þá hnussaði í þeirri litlu. Trú hennar á óskeikulleika jólasveinsins var algjör.

 Enda reyndist hún sannspá með það.

 Það er orðinn fastur liður í hrossahaldinu um áramót að ná saman hrossunum og koma þeim í gerði eða hús meðan hernaðarástand ríkir í sveitinni.

 Hrossin sem ekki eru hæf með hryssunum eða tryppunum eru ofan vegar þar sem þau komast inn á dal ef þannig liggur á þeim.

 Þar höfðu þau haldið sig í nokkra daga og þar sem drullukuldi var ríkjandi, dæmdist það á mig að ná þeim til byggða í gær.

 Það kom fljótt í ljós að þau voru nú eiginlega til í að fara í allar áttir annað en heim á  leið.

 Það getur orðið snúið að glíma við óþekk hross í fjallinu, þar sem þau geta forðað sér útí krappaþýfi eða upp í hlíðar.

 Þá er grundvallaratriði að fjórhjólamaðurinn sé klár smali, þekki landið vel og hafi almennilegum raddböndum á að skipa, á þýðingarmiklum augnablikum.

 Sem betur fer var akkúrat þannig smali á ferðinni núna þannig að allt náðist í kontrol áður en lauk.


Hrossin komin niður fyrir Þvergilið og virðast búin að ná áttum. Þau áttu samt eftir að taka eina góða aríu enn, áður en lauk.

 Og eins og Akureyringarnir segja voru þetta náttúrulega að stærstum hluta " aðkomuhross".



 Hér eru þau komin niður og stefna á smalann og heyrúlluna og öll dýrin í skóginum orðnir vinir.



 Kannski kannast einhverjir síðulesendur við óþekktarormana sína sem senda þeim jólakveðjur úr sveitinni.



 Þar sem ég er alltaf settur á lélegasta dótið ef eitthvað er verið að snúast fyrir hrossaaðalinn, var bensínputtinn um það að frjósa þegar hér var komið sögu.

 Spurning hvernig ástandið á honum verður eftir smalanirnar í dag, þegar öllum hópum verður komið í gerði, þar sem þau eyða nóttinni við ljós og einhverja graðhestamúsík.

 Megið þið svo eiga ánægjuleg áramót og farsælt komandi ár.emoticon

Með þökk fyrir það gamla.emoticon

 

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 417878
Samtals gestir: 37935
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:22:09
clockhere