30.08.2009 22:59

Almættið, borholudæla og landbúnaðarsýning.

  Hann er með okkur í þessu ,sagði Rauðkollstaðarbóndinn  með lotningarfullum rómi og leit auðmjúkur til himins.emoticon 

 Dagurinn í dag (sunnudagur)var fullbókaður eins og alltaf  hjá mér ýmist við leik eða hörkupúl.

Eftir mjaltir var drifið í að skipta um borholudælu hitaveitunnar en kominn var tími á eftirlit á þeirri gömlu og tímabært að prufukeyra þessa nýju fyrir byggþurrkunarvertíðina.

 Þegar sú gamla var komin í hendurnar á okkur nánast lak hún í sundur vegna tæringar á festingum á toppstykkinu. Mátti því engu muna að hún hyrfi okkur niðurí borholuna með ótilgreindum afleiðingum.

 Það var þá sem ofangreind orð féllu um almættið og velvild þess í garð okkar óverðugra.



 Svona leit þetta út en það eru 4 ryðfrí flatjárn sem festa  dæluna við toppstykkið og 3 þeirra voru ónýt svo dælan hefði einungis hangið á rafmagnskaplinum ef illa hefði farið.



 Nýja dælan er sú fyrsta sem Ásafl ehf. flytur inn en þeir leituðu að djúpdælum fyrir heitt vatn, fyrir okkur og eru nú komnir með umboð fyrir tvö góð merki.

 Þegar þessu var farsællega lokið var brunað á landbúnaðarsýninguna í Borgó.
Það var fínt og nóg eftir að smakka af allskonar góðgæti þó líða færi á sýninguna.

 Ég lét smalahundasýninguna ekki framhjá mér fara en Harpa á Hæl og Guðmundur í Miðhúsum (Kaðalsstöðum ) sáu um hana af mikilli snilld.

 Harpa var þarna með Soo, sem þau Jói fluttu inn fulltamda frá Englandi. Hún sýndi síðan ótaminn ársgamlan hund, Kost frá Móskógum sem er undan innfluttum foreldrum, úr sama goti og Dáð mín.


 Kostur,Soo og Hrókur en Guðmundur er náttúrulega alltof langur í annan endann fyrir svona mynd.
Þetta er afleit mynd af henni Soo sem er lítil en gullfalleg tík.

 Guðmundur var með Hrók sem er gæddur sömu hæfileikum og Whyskíið og Vaskur að batna sífellt með árunum. Þetta var snilldarsýning hjá þeim en mér fannst nú skemmtilegast að sjá hvolpinn ótaminn vinna flott að fénu án nokkurra skipana.

Mér finnst svo að helgarnar þyrftu að vera svona helmingi fleiri yfir sumarmánuðina svo eitthvað vit væri í þessu brauðstriti.emoticon
Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414781
Samtals gestir: 37300
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:20:09
clockhere