27.06.2009 21:00

Lúpínan. Bjargvættur eða óvættur?

  Lúpínan átti að gera kraftaverk í uppgræðslunni og kostirnir voru margir. Aðalkosturinn var sá að eftir að hafa grætt upp, viki hún auðmjúklega fyrir öðrum gróðri.


 Mamma féll náttúrulega fyrir þessu eins og eðlilegt er og setti  niður Lúpínu í opna mela t.d. eins og sést hér fyrir miðri mynd.(Litli bletturinn). Lúpínan til vinstri á myndinni er að leggja undir sig mosa og annan gróður hægt en örugglega.

 

Já, stundum fer allt úr böndunum og hér sést ógnandi Lúpínuhersveitin kíkja framaf brekkubrúninni fyrir ofan aðal, aðalbláberjaforðabúr heimilisins.


 Hér sést vel hvernig óvinurinn er búinn að rótfesta undanfarana, niður í  bláberjalynginu. Þarna uppi var Lúpínan sett niður í  mel og út úr honum sækir hún í allar áttir.



  Já, innrásin í gamalgróna brekkuna er miskunnarlaust hafin, og trúlega óþarfi að spyrja að leikslokum..

  Það hefði nú ekki þurft margra ára tilraunir til að komast að þessum galla bjargvættarins hér á skerinu og  í framhaldinu hefðu menn haldið Lúpínunni frá öðru en uppgræðslu á örfoka eyðimerkum/söndum.

  En það er of seint að byrgja brunninn.........................emoticon



Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403473
Samtals gestir: 36651
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:24:47
clockhere