28.03.2009 21:55

Allt á fullu hjá afastelpunni.



  Já þetta var viðburðarríkur dagur hjá litlu manneskjunni eftir að hafa gist hjá afa og ömmu.


 Til að byrja með voru komin tvö lítil lömb þegar við amma fórum út í morgun.



 Svo meiddi ég mig í puttann þegar ég var að gefa rollufrekjunum mat.



  Það var vont og amma slapp ekki við að setja plástur þegar við komumst heim.



  Meðan afi og Atli voru að mjólka var amma tekin í snjókarlavinnu. Þetta voru pabbinn, mamman og barnið og litli bróðirinn.??

  Á meðan var allt að gerast í fjósinu.


 Það fæddist lítil kvíga obbboðslega skrítin á litinn.

  Svo komu gestir að heilsa uppá kálfana.


  Inga Dís og Róbert Vikar þurftu náttúrulega að heilsa upp á nýfæddu lömbin.



  Þau töldu líka rétt að heilsa upp á tudda kallinn sem varð mjög glaður að sjá þau.

 Já þetta var erfiður dagur svo ég ætla að sofa heima hjá mér í nótt en ekki hjá afa og ömmu .



Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 417784
Samtals gestir: 37918
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 14:18:43
clockhere