27.01.2009 21:59

Hækkandi sól.

 



   Þó ég leggist nú ekki í neitt svartnætti í skammdeginu læt ég það stundum fara í pirrurnar á mér.

 Nú þegar daginn tekur að lengja, lifnar yfir manni og þegar síðan kemur hver góðviðrisdagurinn á fætur öðrum þá finnst manni allt vera á réttu róli.

      
  Nú er svo ný ríkisstjórn að taka við og þó hún taki nú örugglega ekki flugið svona glæsilega og hafi takmarkaða tiltrú undirritaðs, verður fróðlegt að sjá hvernig þeim gengur að vinna saman, þessum ólíku flokkum.

  Í dag er alhvítt yfir, stillur,  frostlítið og ný ríkisstjórn sem ætla að redda málunum, og daginn lengir ört. Hvað er hægt að biðja um meira eftir þetta myrkastra skammdegi sem elstu menn muna.

  Þótt það hafi nú verið af mannavöldum.



  Svona leit sólin út fyrir rúmum mánuði síðan um hádegisleitið.




  Þessi mynd er nú reyndar líka tekin núna í skammdeginu með tungl  á lofti um hádegisbil.,




    Horft norður Stóra Langadalinn í fyrravetur. Skyldi koma svona færi í vetur?






 Já það þýðir ekkert að barma sér, en allt í lagi að tuða dálítið öðru hvoru. emoticon



 

 




 

Flettingar í dag: 234
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 417759
Samtals gestir: 37914
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 10:23:24
clockhere