30.12.2008 09:45

Sauðféð, tap eða?


  Hér er stunduð beingreiðslulaus sauðfjárrækt. Reyndar eru farnar að berast greiðslur gegnum gæðastýringingarkerfið en þær vega lítið  í dæminu.

  Ég held því hiklaust fram að sauðfjárbúskapurinn í Dalsmynni sé fyrst og fremst til að geðheilsan haldist eitthvað skárri en annars. Nóg er samt. Ef grannt er gáð bætir hún nú trúlega ekki geðheilsu yngri bóndans en þar er af nógu að taka enn,  áður en til vandræða horfi.



 Eftir að hafa skoðað afkomuna nokkur ár aftur í tímann er þó ljóst að þessi hliðarbúgrein er ekki arðvænleg . Botninum í afkomunni á því sem af er þessari öld, var trúlega náð í kringum 2004 og síðan hefur afkoman batnað þar til nú, að línuritið er farið að vísa niður á ný. 
  Féð er trúlega að borga kostnaðinn við fóðrið og annan greiddan kostnað en ljóst að vinnulaun og húsaleiga  eru lítil. Þar sem aðstaða til nautakjötsframleiðsu er ekki fyrir hendi á búinu,  er litið svo á féð komi í staðinn, enda óvíst að nautakjötsframleiðslan skili meiru.
 Aðalvandamálið er þó að fjárbúskapurinn er farinn að rekast á álagstoppana í akuryrkjunni, vor og haust. Nýtingin á niðurlandinu er svo farin að skarast, þar sem byggið er farið að koma upp áður en fénu er sleppt til fjalls og þreskingu ekki lokið þegar leitir hefjast og féð er tekið heim á ný.
.

 Þetta hobbý ber því engan aukakostnað og aðstaðan verður svo að kosta lágmarksvinnu.




 Flatgryfjunni er skipt í tvennt með jötu og yfir fengitímann er lokað fyrir enda jötunnar.



 Komið er með rúlluna á dráttarvél og hún skorin með vökvahnífnum.



  Þessari jötu var rubbað upp með hraði haustið sem fjárhúsum var breytt í fjós, og átti að endurnýjast sem fyrst. En  Jóhann Pétur liggur á hönnuninni sinni eins og ormur á gulli.
 Þetta kostar því heimsókn vestur með málband og myndavél svo endurnýjunin verði í lagi, nema þjónustan skáni eitthvað.



  Og hundarnir eru svo ljós punktur í tilverunni.

 Já , er maður ekki alltaf í tómu tjóni hvort sem er ??emoticon



Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414696
Samtals gestir: 37287
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:15:53
clockhere