29.07.2008 20:35

Kvóti, dótakaup og heyskapur.!!

 Það fæst ekki fjárveiting fyrir þessum  þó flotið í afturbeltunum sé það sama og í 8 hjólum og trúlega rigningarhaust framundan!!!. 


         Mega útlendingar kaupa bújarðir á Íslandi spurðu dönsku bændurnir sem komu til mín í dag? Þeim þótt ég fá gott verð fyrir mjólkina mína. Það sló á áhugann að heyra verðið á kvótanum en landverðið óx þeim ekki svo mjög í augum.
 Það versnaði í því þegar spurt var um þennan mikla og dýra/nýlega vélaflota á mörgum býlanna sem þeir höfðu ekið framhjá. Ég  sagði sem satt var(aldrei þessu vant) að íslendingar upp til hópa væru dótafíklar. Í þeim hópi væru nokkur hluti bændanna.
Þetta var skemmtilegur hópur og þó ég hefði verið ræstur út í miðjum slætti með 30 mín. fyrirvara bauðst ég til að sýna þeim hvolpana mína. Gædinn .ísl. búsettur í Danmörku ákvað að kaupa hvolp af mér. Ég vil fá þennan sagði hann og strauk hvolpinum sem kom fyrstur til hans. Sá var því miður seldur .  Þú heyrir í mér þegar ég hef skoðað útflutningsmálin sagði  kaupandinn, en hann valdi sér samt ekki annan úr þvögunni.

  Já það var tekið til hendinni og slegið í dag. Hrossaheystúnin sem við Einar höfum hjá Trausta vini okkar í Skógarnesi,(um 15 ha.) og háin hér heima, var tekin líka. Hrossaheyið var orði trénað og verulega úr sér sprottið eins og vera ber. Háin var frá því að vera moksprottin og niður í helv. hörmung. Þetta var samt allt tekið því nú þurfa þessi tún að gera sig klár fyrir beitina sem fyrst. Kýrnar sem fyrst og seinna fer hluti af fénu þar inn..

Og um leið og slættinum lauk var farið að hóta rigningu á fimmtudagskvöld.

Flettingar í dag: 239
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418086
Samtals gestir: 37969
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:36:06
clockhere