30.03.2008 22:00

Vestmannaeyjaferð.

 Það var verið að ferma Eyjaprinsessuna hana Guðrúnu Svanlaugu í gær og allir sem vettlingi gátu valdið af Dalsmynnisliðinu mættu á staðinn. Atli var skilinn eftir heima til að halda búrekstrinum gangandi ásamt hundum og köttum. Sá hluti þjóðvegakerfisins sem tilheyrði Herjólfi var seinfarinn en afslappandi og allir við hestaheilsu í ferðalok.
  Í Vestmannaeyjum fara fermingar fram á laugardegi enda eyjaskeggar (reyndar kalla þeir sig meginlandsbúa en við hin búum á eyju) á undan sinni samtíð.  Og veislan var meiriháttar og stóð linnulítið frá hálf tvö og fram yfir miðnætti. Alla vega fyrir okkur sveitapakkið og nokkra aðra.  Ég tók svo fyrri ferðina heim ásamt Munda(kl.átta) en hitt kom svo með fjögur ferjunni. Það var stafalogn og sól allan laugardaginn og reyndar í dag líka og þóttu okkur þetta firn mikil. Þegar við héldum því fram að það hlytu að vera tugir ára síðan hefði verið logn í Eyjum vorum við minnt á veðráttuna á Nesinu og var málið þar með dautt. Nú er svo bara að bíða eftir fermingunni hans Víðis, fótboltakappa og skáksnillings. Hún verðu væntanlega haldin eftir 5 ár og eins gott að hann gleymi ekki að bjóða okkur.
Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 413767
Samtals gestir: 37185
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 05:42:50
clockhere